Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 89
2. mynd. Hreiður hvítgæs-
anna í Skógum, 7. júní 1963,
eftir flóð í Héraðsvötnum. —
The nest of the white geese in
Skógar, northern lceland, on
June 7, 1963, having recently
been flooded. — Ljósm./
photo: Finnur Guðmunds-
son.
auðugt af fuglalífi (sbr. Ævar Petersen
1970). Svæðið er nú friðland sam-
kvæmt skilgreiningu náttúruverndar-
laganna (Stjórnartíðindi B, nr. 29/
1977).
Þremur dögum síðar (15. maí) sást
parið á Skógunum, var þá byrjað á
hreiðurgerð, að sögn Sigfúsar. Þann
19. maí kom Haraldur Árnason á Sjáv-
arborg að hreiðri hvítgæsanna á
Skógum. í hreiðrinu voru 5 egg og er
staðsetning þess sýnd á 1. mynd. Har-
aldur tók eitt eggið og sendi Náttúru-
gripasafninu (nú Náttúrufræðistofn-
un), sbr. bréf, dags. 3. júní 1963. Dag-
inn eftir (20. maí) tóku börn, sem voru
í eggjaleit, 3 egg til viðbótar úr hreiðr-
inu og komst eitt þeirra til safnsins.
Næst var farið á Skóga 26. maí. Þar
var á ferð Pétur Helgason, hótelstjóri
á Sauðárkróki. Sá hann báðar gæsir-
nar en ekki hreiðrið, enda vissi hann
ekki hvar það var. Sagði Pétur gæsirn-
ar styggar og hafa flogið upp á 500 m
færi (óbirt dagbók Finns Guðmunds-
sonar, 7.6. 1963, varðveitt á Náttúru-
fræðistofnun íslands).
Haraldur Árnason kom aftur að
hreiðrinu 4. júní. Eggið sem var eftir í
hreiðrinu, var volgt og voru báðir fugl-
arnir nálægir. Haraldur safnaði nokkr-
um dún og fjöðrum úr hreiðrinu, einn-
ig saursýnum. Þessi sýni eru nú varð-
veitt á Náttúrufræðistofnun. Haraldur
sagði fuglana mjög gæfa.
Finnur Guðmundsson og Árni
Waag héldu norður í Skagafjörð 7.
júní til þess að grennslast fyrir um gæs-
irnar (sbr. dagbók Finns Guðmunds-
sonar 1963). Frá því er Haraldur kom
síðast að hreiðrinu, höfðu Héraðsvötn
flætt yfir bakka sína. Fóru Skógar að
mestu á kaf og eyðilögðust hreiður svo
hundruðum skipti. Staka eggið hafði
þó haldist í hreiðri hvítgæsanna, enda
var það í hrísrunna (Betula nana), eins
og 2. mynd sýnir. Þeir Árni og Finnur
reyndu að útbúa annað hreiður á þurr-
ari staða, um 1 m frá gamla hreiðrinu.
Fugiarnir tóku hins vegar ekki við því,
179