Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 90
3. mynd. Hreiður hvítgæsanna í Skógum, í maí 1964. —The white geese’s nest in northern
Iceland, May 1964. — Ljósm. / photo: Björn Björnsson.
þannig að eggið var tekið daginn eftir,
svo og afgangurinn af hreiðurefnun-
um. Pví eru nú eru varðveitt 3 egg úr
þessu hreiðri á Náttúrufræðistofnun.
Við úrblástur eggjanna kom í ljós, að
þau voru annað hvort ófrjó eða fóstrin
höfðu drepist snemma á fósturskeið-
inu.
Finnur kom annað sinn í Skóga 21.
júní 1963, nú ásamt Birni Björnssyni,
fuglaljósmyndara (sbr. dagbók Finns
Guðmundssonar 1963). Sáu þeir ekk-
ert til gæsanna en fréttu á Sjávarborg,
að þær hefðu sést við Áshildarholts-
vatn 19. júní í fyigd grágæsa. Síðan
spurðist ekkert til hvítgæsanna það
árið.
Árið eftir (1964) kom hvítgæsaparið
aftur í Skóga. Þann 14. eða 15. maí
fann Haraldur á Sjávarborg hreiður
þess, og voru í því 5 fersk egg. Björn
Björnsson kom að hreiðrinu 21. maí
og setti upp felutjald til ljósmyndunar.
Hann dvaldist í Skógum dagana 24.—
29. maí og tók ágætar myndir af
hreiðrinu (3. mynd) og fuglunum (4.
og 5. mynd).
Ekki er vitað til þess, að neinn hafi
komið að hreiðrinu fyrr en 12. júní, en
þann dag sýndi Haraldur á Sjávarborg
mér hreiðrið. Gæsin lá á, er við nálg-
uðumst, en breiddi yfir eggin og hvarf
á braut, þegar við komum enn nær.
Við skyggningu eggjanna kom í ljós,
að þau voru unguð. Að sögn Haraldar
var hreiðrið á sömu slóðum og árið
áður, þ. e. stutt norðan við nyrðri
skurðinn, sem þversker Skógasvæðið
180