Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 94

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 94
St. Andrews í Skotlandi í október 1963. Mun hann að líkinum hafa sagt þar frá hvítgæsunum í Skógum og þær upplýsingar borist til eyrna Macmili- ans. Ogilvie (1978) slær því föstu, að gæsirnar hafi verið mjallgæsir og hafi þær sést á hverjum vetri í Skotlandi, hvaðan sem þessar upplýsingar eru komnar. Stærð eggjanna þriggja sem tekin voru í Skógum sumarið 1963, bendir eindregið til mjallgæsa. Ryder (1971) birti niðurstöður mælinga á eggjum mjall- og snjógæsa. Hann komst að því, að unnt er að greina á milli nær allra eggja þessara tegunda á eggja- breiddinni einni saman. Fimmtíu snjó- gæsaregg mældust innan breiddarmark- anna 50.5 — 56.7 mm, en 52 mjall- gæsaregg mældust á bilinu 44.7 - 51.4 mm. Eggin úr Skógum mældust 76.30 x 45.25 mm (lengd sinnum breidd), 69.45 x 45.80 og 71.20 x 47.60 mm. Eggjastærð bendir því eindregið til mjallgæsa. En hér er um erfiðleika að ræða, ef kynblendingar eiga í hlut. Stærð eggja þeirra getur verið hvar sem er innan marka beggja tegund- anna. Stærð eggjanna fer væntanlega mjög eftir því, hversu mikið fuglarnir eru blandaðir og þá einkarlega kven- fuglinn. Það var ekki fyrr en árið 1979, að ég sá myndir Björns Björnssonar, sem hann tók í Skógum sumarið 1964. Við athugun á þeim, taldi ég fráleitt, að um mjallgæsir gæti verið að ræða. Ein- kennin komu heldur ekki að öllu leyti heim við snjógæsir. Virtust Skógafugl- arnir vera beggja blands. Að svo komnu, tók ég það ráð að senda myndir Björns til Kanada. Ryd- er sá, sem vitnað er í áður, hafði varið doktorsritgerð um mjallgæsir og er gjörkunnugur báðum hvítgæsategund- unum. Hann hafði ennfremur birt rit- gerð um kynblöndun mjall- og snjó- gæsa, ásamt tveimur samstarfs- mönnum sínum (Trauger, Dzubin og Ryder 1971). Þessir þrír sérfræðingar fengu gögnin um Skógafuglana í hend- ur og var álit þeirra samdóma. Töldu þeir Skógafuglana vera kynblendinga mjall- og snjógæsa, e. t. v. afkvæmi kynblendings (mjallgæsar og snjógæs- ar) og hreinnar snjógæsar (bréf Traug- ers, dags. 15.4. 1981, bréf Dzubins, dags. 6.3. 1981, bréf Ryders, dags. 23.1. & 21.4. 1981). Hver var uppruni hvítgœsanna í Skógum? Bæði mjallgæs og snjógæs eru norður- -amerískar að uppruna, þótt snjógæsir verpi einnig á Wrangel-eyju við norð- austur-Síberíu. Snjógæs er varpfugl á víðáttumiklum svæðum við nyrstu strendur Kanada og Alaska, víða á kanadísku íshafseyjunum og á norð- vestur Grænlandi. Mjallgæsin hefur rniklu takmarkaðri útbreiðslu. Hún verpur aðeins á nokkrum stöðum við Hudson-flóa, en aðalvarpsvæðið er kringum Queen Maud-flóa, nyrst í mið-Kanada (Cramp og Simmons 1977). Villtar mjallgæsir hafa aldrei sést á íslandi né annars staðar í Evrópu, svo vitað sé (sbr. Ogilvie 1978). Snjógæsir koma hingað til lands árlega, einkum í fylgd með blesgæsum (Anser albi- frons), sem fara hér um vor og haust á leið til og frá varpstöðvunum á vest- ur-Grænlandi (Arnþór Garðarsson 1982). Báðar tegundirnar hafa verið fluttar til Evrópu og hafðar lifandi í 184
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.