Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 94
St. Andrews í Skotlandi í október
1963. Mun hann að líkinum hafa sagt
þar frá hvítgæsunum í Skógum og þær
upplýsingar borist til eyrna Macmili-
ans. Ogilvie (1978) slær því föstu, að
gæsirnar hafi verið mjallgæsir og hafi
þær sést á hverjum vetri í Skotlandi,
hvaðan sem þessar upplýsingar eru
komnar.
Stærð eggjanna þriggja sem tekin
voru í Skógum sumarið 1963, bendir
eindregið til mjallgæsa. Ryder (1971)
birti niðurstöður mælinga á eggjum
mjall- og snjógæsa. Hann komst að
því, að unnt er að greina á milli nær
allra eggja þessara tegunda á eggja-
breiddinni einni saman. Fimmtíu snjó-
gæsaregg mældust innan breiddarmark-
anna 50.5 — 56.7 mm, en 52 mjall-
gæsaregg mældust á bilinu 44.7 - 51.4
mm. Eggin úr Skógum mældust 76.30
x 45.25 mm (lengd sinnum breidd),
69.45 x 45.80 og 71.20 x 47.60 mm.
Eggjastærð bendir því eindregið til
mjallgæsa. En hér er um erfiðleika að
ræða, ef kynblendingar eiga í hlut.
Stærð eggja þeirra getur verið hvar
sem er innan marka beggja tegund-
anna. Stærð eggjanna fer væntanlega
mjög eftir því, hversu mikið fuglarnir
eru blandaðir og þá einkarlega kven-
fuglinn.
Það var ekki fyrr en árið 1979, að ég
sá myndir Björns Björnssonar, sem
hann tók í Skógum sumarið 1964. Við
athugun á þeim, taldi ég fráleitt, að
um mjallgæsir gæti verið að ræða. Ein-
kennin komu heldur ekki að öllu leyti
heim við snjógæsir. Virtust Skógafugl-
arnir vera beggja blands.
Að svo komnu, tók ég það ráð að
senda myndir Björns til Kanada. Ryd-
er sá, sem vitnað er í áður, hafði varið
doktorsritgerð um mjallgæsir og er
gjörkunnugur báðum hvítgæsategund-
unum. Hann hafði ennfremur birt rit-
gerð um kynblöndun mjall- og snjó-
gæsa, ásamt tveimur samstarfs-
mönnum sínum (Trauger, Dzubin og
Ryder 1971). Þessir þrír sérfræðingar
fengu gögnin um Skógafuglana í hend-
ur og var álit þeirra samdóma. Töldu
þeir Skógafuglana vera kynblendinga
mjall- og snjógæsa, e. t. v. afkvæmi
kynblendings (mjallgæsar og snjógæs-
ar) og hreinnar snjógæsar (bréf Traug-
ers, dags. 15.4. 1981, bréf Dzubins,
dags. 6.3. 1981, bréf Ryders, dags.
23.1. & 21.4. 1981).
Hver var uppruni hvítgœsanna
í Skógum?
Bæði mjallgæs og snjógæs eru norður-
-amerískar að uppruna, þótt snjógæsir
verpi einnig á Wrangel-eyju við norð-
austur-Síberíu. Snjógæs er varpfugl á
víðáttumiklum svæðum við nyrstu
strendur Kanada og Alaska, víða á
kanadísku íshafseyjunum og á norð-
vestur Grænlandi. Mjallgæsin hefur
rniklu takmarkaðri útbreiðslu. Hún
verpur aðeins á nokkrum stöðum við
Hudson-flóa, en aðalvarpsvæðið er
kringum Queen Maud-flóa, nyrst í
mið-Kanada (Cramp og Simmons
1977).
Villtar mjallgæsir hafa aldrei sést á
íslandi né annars staðar í Evrópu, svo
vitað sé (sbr. Ogilvie 1978). Snjógæsir
koma hingað til lands árlega, einkum í
fylgd með blesgæsum (Anser albi-
frons), sem fara hér um vor og haust á
leið til og frá varpstöðvunum á vest-
ur-Grænlandi (Arnþór Garðarsson
1982). Báðar tegundirnar hafa verið
fluttar til Evrópu og hafðar lifandi í
184