Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 96
F
vinstri. Litlar líkur voru taldar á því,
að í Skotlandi fyndist annað par sem
væri nákvæmlega eins merkt. Þá sá-
ust stakar hvítgæsir víða og sýndist
sitt hverjum um tegundargreiningu
(Crawford o. fl. 1963, Macmillan
1964). Spurningin um kynblöndun
kom auðvitað fljótt til álita.
Um þetta leyti var Macmillan rit-
stjóri „Scottish Birds“, en það tímarit
flutti helst fregnir af hvítgæsum í Skot-
landi. Samkvæmt bréfi frá Macmillan
(dags. 18. 4. 1982) sagðist hann hafa
verið helst á þeirri skoðun, að um
sömu fuglana hafa verið að ræða í öll
skiptin. Skosku fuglarnir hurfu yfir
sumartímann. Það ásamt því, að þetta
átti sér stað sömu ár og hvítgæsir urpu
í Skógum, ýtti undir þá skoðun, að
merkta skoska hvítgæsaparið væri
sama parið og varp í Skagafirði (Mac-
millan o. fl. 1963, Macmillan 1964).
Ég tel, að sú skoðun geti ekki staðist
og skal það rökstutt nánar.
Finnur Guðmundsson getur þess í
lýsingu sinni á Skógagæsunum, að
karlfuglinn hafi verið miklu stærri en
kvenfuglinn. Lýsingar á skosku fugl-
unum gefa til kynna, að lítill munur
hafi verið á stærð merkta parsins
(Macmillan o. fl. 1963, Crawford
o. fl. 1963). Allt bendir til þess, að
Skógafuglarnir hafi verið ómerktir.
Björn Björnsson var eini maðurinn
sem sá gæsirnar í návígi og hefði getað
sagt til um þetta atriði. Björn lést fyrir
allmörgum árum og ekki eru til neinar
upplýsingar frá honum um Skógaferð-
ina. Heimilisfólkið á Sjávarborg
minntist þess ekki, að Björn hafi nefnt
að fuglarnir væru merktir. Myndir
Björns hefðu átt að geta sýnt þetta, en
Björn ánafnaði Náttúrufræðistofnun
úrval mynda sinna eftir sinn dag. Mun
hann hafa brennt þær myndir sem
hann taldi minna virði, þ. á m. flestar
hvítgæsamyndirnar úr Skógum. Mér
er kunnugt um aðeins eina mynd, sem
sýnirfuglana standandi (7. mynd). Svo
óheppilega vill til, að þeir fætur fugl-
anna sem sjást vel á myndinni, eru
einmitt þeir fætur sem voru ómerktir á
skosku fuglunum.
Myndin sannar því ekkert. Þó má
telja líklegt, að merkin hefðu sést, ef
þau hefðu verið til staðar. Það sem
styður frekar, að Skógarfuglarnir voru
ómerktir, er að sá fuglinn sem fannst
dauður mun líklega ekki hafa borið
merki. Hafi svo verið, má telja öruggt,
að heimilisfólkið á Sjávarborg hafi
haft samband við Finn Guðmundsson,
umsjónarmann fuglamerkinga.
Þrátt fyrir þessar vangaveltur, er
enn óljóst hver uppruni hvítgæsanna í
Skógum var. Tímasetning þessa hvít-
gæsavarps í Skagafirði gefur vissulega
tilefni til að álíta, að fuglarnir hafi
komið frá Skotlandi. Erfiðleikar
skorskra fuglaskoðara við tegundar-
greiningar styðja þá tilgátu frekar, þar
sem nú er vitað að Skógagæsirnar voru
kynblendingar.
Fuglaskoðarar í Skotlandi tóku eftir
því, að hvítgæsir voru oft í heiðagæsa-
hópum. Það ýtti undir þá skoðun, að
fuglar upprunnir úr andagörðum,
lentu stundum í hópa villtra gæsa og
leituðu með þeim norður til varp-
stöðva að vori. Par helsingja (Branta
leucopsis), sem varp í norður-Svíþjóð
sumarið 1952, var talið hafa sloppið úr
haldi í Skotlandi árið 1948 (sjá Mac-
millan o. fl. 1963). Sambærilegt atvik
kann að hafa átt sér stað með hvítgæs-
irnar í Skógum. Báðar hvítgæsateg-
186