Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 3
Haukur Jóhannesson
og Bryndís G. Róbertsdóttir:
Forn j arðskj álftasprunga í Holt-
um í Biskupstungum
INNGANGUR
Suðurlandsundirlendið er eitt mesta
jarðskjálftasvæði landsins. Þar eru
skjálftar bæði tíðir og stórir. Mjög
stórir skjálftar verða þar að meðaltali
tvisvar á öld. Þorvaldur Thoroddsen
(1899—1905) kannaði ítarlega heim-
ildir um skjálfta á Suðurlandi og síðar
Sigurður Þórarinsson (1958 og 1967)
og Sveinbjörn Björnsson (1975 og
1978 (sjá Almannavarnir 1978)). Jarð-
fræðingar hafa einkum beint sjónum
sínum að tjóni því, sem skjálftarnir
hafa valdið (1. mynd). Hin síðari ár
hefir vaknað áhugi á sprungum, sem
myndast hafa í skjálftunum. Jarð-
fræði- og jarðeðlisfræðinemar við Há-
skóla íslands, undir stjórn Jóns Eiríks-
sonar og Páls Einarssonar, hafa kort-
lagt jarðskjálftasprungur á Skeiðum í
Árnessýslu og á Landi og Rangár-
völlum í Rangárvallasýslu. Hluti af
þeim niðurstöðum hefur verið birtur
(Páll Einarsson og Jón Eiríksson
1982a og b).
Aðeins er vitað um tvær heimildir,
sem geta um jarðskjálftasprungu í
Biskupstungum. í grein um fornleifa-
rannsóknir í Árnesþingi sumarið 1904
getur Brynjúlfur Jónsson (1905) um
gjá í Holtum í landi Holtakota. Einar
J. Helgason getur þess einnig í jarðar-
og ábúendalýsingu Holtakota (Sunn-
lenskar byggðir 1980), að glögg merki
um sprungu séu rétt við bæjarstæðið í
Holtum. Um gjá eða sprungu þessa
verður nú fjallað.
SPRUNGAN í HOLTUM
Holtakot og Hjarðarland nefnast
býli tvö, nokkru ofan við miðja sveit í
Biskupstungum. Hjarðarland er ný-
býli, sem stofnað var 1949 út úr landi
Holtakota (Sunnlenskar byggðir
1980). Um 1200 m vestan við bæina er
fornt bæjarstæði, sem nú er nefnt
Gamlibær. Þar heitir í Holtum eða
Útholtum (2. og 3. mynd).
Við fornleifaskráningu í Biskups-
tungum síðastliðið sumar rakst annar
höfundanna (BGR) á fyrrnefnda
sprungu í Holtum. Hún var síðan
könnuð nánar síðla sumars (þ.e.
1985).
Sprungunni má skipta í þrjár, ská-
stígar smásprungur, með heildarstefnu
N20°A. Tvær nyrðri smásprungurnar
eru í gömlu túni, sem liggur umhverfis
Gamlabæ og nokkuð norður fyrir
hann (3. mynd). Syðsta smásprungan
er í niýri, rétt sunnan túns.
Náttúrufræðingurinn 56(3), bls. 101-108, 1986. 101