Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 4
tekin úr grein Páls Einarssonar og Jóns Eiríkssonar 1982a. - Areas of destruction in
South Iceland caused by earthquakes after 1700. (From Páll Einarsson and Jón Eiríksson
1982a).
Nyrsta smásprungan er um 47 m
löng og stefnir N34°A. Hún einkennist
af ílöngum slökkum, sem eru yfirleitt
0,5-2 m breiðir og um 20—50 cm
djúpir. Sunnarlega á sprungunni er
niðurfall sem er um 3 m á lengd, 2 m á
breidd og um 1 m á dýpt.
Smásprungan í miðið Iiggur 5-7 m
austan við nyrstu sprunguna. Hún er
stutt, aðeins um 20 m löng og stefnir
N32°A. Norðurendi hennar er slakki
um 2 m á breidd og 5—6 m langur og
mesta dýpi er 50 cm. í syðri endanum
er stórt niðurfall, 5-6 m á breidd.
Mesta dýpi er nú um 1,6 m.
Syðsta smásprungan er um 20 m
suðvestan við miðsprunguna. Hún er
um 70 m löng og stefnir N56°A. Hún
markast af nokkuð samfelldum
slökkum, sem eru mjög grunnir og
lítið sem ekkert grónir. Mesta dýpt
þeirra er um 25 cm. í venjulegu árferði
mun vera uppspretta í einum af syðstu
slökkunum. I sumar þornaði hún upp,
svo að þar var aðeins moldarflag.
Brynjúlfur Jónsson (1905) minnist á
að vatnsból bæjarins hafi verið
skammt vestur frá tóftunum og kallað
Holtabrunnur. í daglegu tali nú er það
nefnt Lind.
Sá hluti sprungunnar, sem liggur í
túninu, er nú hulinn allþykkum jarð-
vegi. En alltaf sígur undan og að sögn
ábúenda hefir margsinnis verið fyllt
upp í sprunguna. Á tímabili var útbúin
súrheysgryfja nyrst í sprungunni, þar
102