Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 9
ur myndast á yfirborði við sniðgengi. í
utanverðum Reykholtsdal hafa verið
kannaðar sprungur í lausum jarð-
iögum ofan á sprungum í berggrunni
(Lúðvík S. Georgsson o.fl. 1978,
1985). Þar er talið, að sniðgengis-
hreyfing á sprungu í berggrunni hafi
myndað skástígar smásprungur í
lausum jarðlögum við hana, í stefnu
sprungunnar. Páll Einarsson og Jón
Eiríksson (1982a, b) telja að sprung-
urnar á Suðurlandi myndist á svipaðan
hátt. Ef svo er, þá er nærtækast að
ætla að smásprungurnar í Holtum í
Biskupstungum hafi myndast við snið-
gengishreyfingu á Vatnsleysu-mis-
genginu, enda skammt austan þess. A
4. mynd er sýnd stefna spennuása við
Vatnsleysu-misgengið og smásprung-
urnar í Holtum samkvæmt ofan-
greindri tilgátu.
Líklegt er, að jarðskjálftasprungur
sé að finna víðar í Biskupstungum, ef
betur er að gáð. Annar höfunda
(BGR) telur sig hafa fundið jarð-
skjálftasprungu í landi Miklaholts í
Biskupstungum. Sú sprunga liggur
langt vestan bæjar í Miklaholti, í vest-
urjaðri Miklaholtsheiðar. Sprungan
stefnir NA-SV og virðist vera skástíg.
Fjárgata liggur eftir stórum hluta
hennar. Sprungan hefir ekki verið
rannsökuð nánar.
Eitt merkasta atriði varðandi
sprunguna í Holtum er hversu langt
hún er utan við aðal sprungusvæðið
eins og það hefir verið talið liggja (sjá
6. mynd í grein Páls Einarssonar og
fleiri 1981). Þetta vekur spurningar
um hvort skjálftasvæðið sé e.t.v.
breiðara en talið hefir verið.
ÞAKKARORÐ
Helga Kr. Einarssyni og Lovísu Sigtryggs-
dóttur á Hjarðarlandi eru færðar þakkir
fyrir greinargóðar upplýsingar og góðar
móttökur. Páll Einarsson las yfir handrit
að greininni og benti á nokkur atriði sem
betur máttu fara.
HEIMILDIR
Almannavarnir. 1978. Landskjálfti á
Suðurlandi. - Skýrsla vinnuhóps Al-
mannavarnaráðs um jarðskjálfta á
Suðurlandi, júlí 1978: 54 s.
Árni Magnússon & Páll Vídalín. 1918—
1921. Jarðabók, 2. bindi. — Hið ís-
lenska fræðafjelag, Kaupmannahöfn:
496 s.
Björn Lárusson. 1967. The Old Icelandic
Land Registers. - C.W.K. Gleerup,
Lund: 375 s.
Brynjúlfur Jónsson. 1905. Rannsókn í
Árnesþingi sumarið 1904. — Árbók
hins íslenzka fornleifafélags 1905: 1 —
51.
Lúðvík S. Georgsson, Haukur Jóhannes-
son, Guðmundur Ingi Haraldsson &
Einar Gunnlaugsson. 1978. Jarðhita-
könnun í utanverðum Reykholtsdal. —
Orkustofnun, fjölrituð skýrsla OS-
JHD-7856: 89 s.
Lúðvík S. Georgsson, Guðmundur Ingi
Haraldsson, Haukur Jóhannesson &
Einar Gunnlaugsson. 1985. The Vellir
Thermal Field in Borgarfjörður, West
Iceland. - Jökull 35: 51-60.
Páll Einarsson & Jón Eiríksson. 1982a.
Jarðskj álftasprungur á Landi og Rang-
árvöllum. - f: Eldur er í norðri, Sögu-
félag, Reykjavík: 295—310.
Páll Einarsson & Jón Eiríksson. 1982b.
Earthquake Fractures in the Districts
Land and Rangárvellir in the South
Iceland Seismic Zone. - Jökull 32:
113-120.
Páll Einarsson, Sveinbjörn Björnsson, G.
Foulger, Ragnar Stefánsson & Þórunn
Skaftadóttir. 1981. Seismicity pattern
in the South Iceland Seismic Zone. — í:
Earthquake Prediction - An Internat-
ional Review. Maurice Ewing Series 4:
141 — 151. Am. Geophys. Union, Was-
hington D.C.
107