Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 13
2. mynd. Flæðarmál í miðluðu vatni í Svíþjóð. Skógurinn var höggvinn fyrir hækkun
vatnsborðs (Ljósm. M. Fiirst, úr Nilsson 1973). — The strand zone between highest and
lowest watertables in a Swedish reservoir.
botnset eða lausan jarðveg við bakk-
ann sem frýs inn í ísinn og losnar við
hreyfingar hans. Þetta flýtir því að
vindbáran skoli setinu út þegar byrjað
er að safna í lónið aftur um sumarið.
Þegar til lengdar lætur hreinsast hinn
lausi jarðvegur eða set alveg, eða að
mestu, burt á þeim kafla þar sem
vatnsborðið sveiflast upp og niður.
Við mönnum blasir þá strípað belti
næst vatnsborði yfir sumarið, svipað
og sýnt er á 2. mynd, og varla getur
talist neitt augnayndi. í vötnum með
brattar strendur gengur landbrotið
hratt fyrir sig, en í vötnum með aflíð-
andi strendur og í vogskornum
vötnum tekur það lengri tíma (Nilsson
1966).
Samkvæmt yfirliti Björns Jóhannes-
sonar (1960) er öskuinnihald íslensks
jarðvegs hátt, oft meira en 50%. Auk
þess er samloðun í jarðvegi hér lítil
vegna þess hve fínefnishlutfall er lágt,
oftast minna en u.þ.b. 10%. Til lengri
tíma litið er því líklegt að lón, sem hér
yrðu mynduð, muni rjúfa jarðvegs-
þekjuna af upp að hæstu vatnsstöðu,
jafnvel á flötu landi, einkum þar sem
öskuinnihald jarðvegsins er hátt.
Finnar hafa átt við annarskonar
vanda að etja, þar sem stórir mosa-
flákar hafa flotið upp og reka um lónin
og geta m.a. valdið rennslistruflunum í
útrennslinu (Rönka og Unsinoka
111