Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 14
1976). Samskonar fyrirbrigðis varð vart í Stífluvatni í Fljótum eftir mynd- un þess (Sigurjón Rist, pers. uppl.). Hérlendis er nokkrum vötnum miðl- að bæði vegna raforkuframleiðslu (tafla 1) og til að skapa jafnari og betri skilyrði til uppeldis laxaseiða í útfalli þeirra (t.d. Langavatni á Mýrum). Það er þó aðeins í Þórisvatni og Stífluvatni í Fljótum sem vatnsborðsbreytingar eru það miklar að verulegra áhrifa sé að vænta á lífsskilyrði. Við Þórisvatn var lítið af jarðvegi til að rjúfa, en þeim mun meira af sandi. Hin þunna jarðvegsþekja á þverhníptri ströndinni skolaðist fljótt af, en 1980 var rofið úr sandöldunum sem ganga út í vatnið ennþá á fullu, t.d. í Austurbotni. Stífluvatn var myndað 1945 sem inn- taks og miðlunarlón Skeiðsfossvirkj- unar með stíflu í Fljótaá. Stíflan er í haftinu við Stífluhóla, sem er mikil- fenglegt berghlaup. Undirlendið innan hólanna hét Stífla. Mjög snjóþungt er í Fljótum og yfirleitt fyllist lónið í leys- ingum áður en ísinn fer endanlega af ströndinni og vatninu. Vindbáran nær því sjaldan að leika um vatnsbotninn fyrir neðan hæsta vatnsborð (49 m y.s.) meðan vatnið er að fyllast, en á þeim tíma er rofið að jafnaði mest. Má því búast við hægfara rofi. Vorið 1984 var fremur snjólétt og átti vatnið enn 5—6 m í að fyllast, þegar ísinn var farinn af ströndinni. Þunnur ís var þá yfir öllu vatninu, nema vakir við ósa lækja og áa. Við þær aðstæður var ströndin könnuð þann 10. maí. í grófum dráttum virtist móajarðvegur hafa ríkt þar sem hall- inn var mestur (u.þ.b. 1:10) og var jarðvegur þar að mestu skolaður af. Þykkur mýrarjarðvegur (lítt rotnaður) við Melbreið hafði hinsvegar staðist rofið nema hvað 10—20 cm höfðu lík- lega rofist ofan af. Næst ósum árinnar þar sem land er mjög flatt var enn Tafla 1. Leyfileg og möguleg vatnsborðs- sveifla nokkurra íslenskra vatna vegna miðlunar vatnsforða til raforkufram- leiðslu. — Water level fluctuations in some „reservoir“ lakes. Þingvallavatn 2,0m Þórisvatn 15,Om Mývatn 0,15m Stífluvatn 12,6m Elliðavatn l,3m Skorradalsvatn 2,3m fremur lítið rofið. Örnefni benda til að þar hafi verið votlent (sbr. -mýrar, -flói, -kelda; Þórhallur Vilmundarson 1983). Nánar verður greint frá þessum athugunum síðar (Hákon Aðalsteins- son og Skúli Víkingsson 1986/87). Ahrif á svif Landbroti og rofi botnsets fylgir mikil útskolun steinefna, þannig að fyrstu áhrif miðlunar eru oft næringar- auðgandi fyrir plöntusvif. Rannsóknir á vatninu Ransaren í N-Svíþjóð sýndu þreföldun framleiðslu plöntusvifs fyrstu 5 árin eftir miðlun þess (Rodhe 1964). Miðlunin virtist vera dýrasvif- inu jafnvel enn meiri hvati, því það fimmfaldaðist á sama tíma (Axelsson 1961). Líklega má skýra hluta af aukn- ingu dýrasvifsins, a.m.k. þá sem var umfram aukningu plöntusvifsins með því að dýrasvifið getur nýtt sér lífrænar leifar sem skolast út og gerlagróður þeim samfara. Hluti skýringarinnar á þessari aukningu í svifi er sá, að með- an verið er að safna í miðlunina er lokað fyrir útrennslið (gegnum- streymið) og þar með dregur verulega úr afföllum hjá dýrasvifi. Rannsóknir í Veiðivötnum sýna að dýrasvif er viðkvæmt fyrir hröðum vatnaskiptum og mun viðkvæmara en plöntusvif (Hákon Aðalsteinsson, 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.