Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 36
mannahöfn (ZM). Ymsum bæri að þakka veitt fram- lag, sem of langt mál yrði að rekja. Þó er skylt að þakka Ragnari Sigfinnssyni mikilvægar upplýsingar og Sólveigu Einarsdóttur áhugaverða greinargerð. Arnþór Garðarsson, Gunnlaugur Pét- ursson, Kristinn Haukur Skarphéðins- son og Ævar Petersen lásu handritið yfir. RELLUR OG VATNAHÆNSN Rellur og vatnahænsn tilheyra rellu- ætt (Rallidae), en af þeim eru þekktar alls 132 tegundir. Ættinni er skipt í tvær undirættir. í annarri þeirra er að- eins ein tegund og lifir hún í Afríku. Þær tegundir sem hér verður fjallað um heyra allar til undirættinni Rall- inae (Cramp & Simmons 1980). Til hægðarauka er rellum stundum skipt í tvo hópa, þ.e. eiginlegar rellur annars vegar og vatnahænsn hins veg- ar. Þessa skiptingu er tæplega hægt að byggja á sterkum rökum, þar sem millistig tengja hópana tvo þannig að glögg mörk verða ekki dregin. Við nafngiftir á íslensku hefur þó verið höfð hliðsjón af þessari skiptingu, þannig að nöfn vatnahænsna bera við- skeytið -hæna, en rellur viðskeytið -rella. Rellur eru tiltölulega einsleitur hóp- ur og eru margar tegundirnar nauða- líkar. Þær eru yfirleitt mjög felu- gjarnar og litur þeirra aðlagaður að því líferni, en hann hjálpar þeim að leynast í gróðrinum. Vatnahænsnin hafa heldur frjálsiegri framkomu og mörg þeirra eru einkar litskrúðug. Rellur eru ákaflega flugþolnir fuglar og hafa t.d. numið land á mörgum úthafseyjum þúsundir kílómetra frá meginlöndum. Á slíkum eyjum hafa smám saman myndast nýjar tegundir, sem sumar eru nú útdauðar eða í yfir- vofandi útrýmingarhættu. Af u.þ.b. 90 fuglategundum sem dáið hafa út síðan árið 1600 eru 14 rellur. Engin önnur fuglaætt hefur beðið viðlíka afhroð (Orenstein 1985). Keldusvín (Rallus aquaticus), sem er dæmigerð rella, er undantekning frá þessari nafngiftareglu. Nafn þess er gamalt í íslenskri tungu, þar sem keldusvínið var hér alltíður varpfugl áður fyrr. Finnur Guðmundsson taldi því ástæðulaust að breyta nafni þess, er hann staðlaði nafngiftir fugla í þýð- ingu sinni á Fuglabók AB. Hins vegar breytti hann nafni á engjasvíni (Crex crex) til samræmis við aðrar nafngiftir og kallaði það engirellu, enda var teg- undin lítt þekkt hér á Iandi og nafnið átti sér enga hefð í íslensku. Ekki verður fjallað frekar um keldusvín í þessari grein. Dílarella (Porzana porzana) Dílarella er strjáll varpfugl í V-Evr- ópu en algengari er austar dregur, og nær útbreiðsla hennar austur í vestan- verða Síbiríu. Dílarellur eru mjög felu- gjarnar, og hefur því reynst erfitt að fylgjast með stofnbreytingum. Díla- rellur virðast þó hafa verið öllu al- gengari áður fyrr en fækkað vegna framræslu votlenda. Þó hefur dílarellu fjölgað umtalsvert í Svíþjóð á seinni árum. Hún er sjaldgæfur varpfugl í S- Noregi og einnig á Bretlandseyjum, en þar var hún algeng fyrir miðja 19. öld. Kjörlendi dílarellu eru gróðursæl votlendi, fen, flóar og blautir vatns- og árbakkar. Vetrarstöðvar eru fyrst og fremst í Afríku, einkum A-Afríku. Dílarellan hefur fundist a.m.k. níu sinnum á Grænlandi, og einu sinni í Ameríku, nánar tiltekið á eynni St. Martin 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.