Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 43
hænur hafa sést í öllum landshlutum og virðast dreifast nokkuð jafnt um landið (5. mynd). Athugun á hömum fullorðinna fugla bendir til evrópsks uppruna, þ.e. deilitegundinnar G.c.chloropus, en umtalsverður munur er á lögun ennis- skjaldar á evrópskum og n-amerískum sefhænum. Flóðhæna (Porphyrula martinica) Heimkynni flóðhænu eru í Amer- íku. Hún verpur frá suðurríkjum Bandaríkjanna suður til norðanverðr- ar Argentínu. Kjörlendi hennar eru votlendi af ýmsu tagi, tjarnir, skurðir, fen og díki. Hún syndir eins og önnur vatnahænsn, gengur léttilega um fljótandi vatnagróður og getur auk þess klifrað upp í tré og runna. Flóðhæna er farfugl í norður- og suðurhlutum heimkynna sinna, en staðfugl í hitabeltinu. Hún er nær al- gjör farfugl í Bandaríkjunum og flýgur yfir Mexíkóflóa til vetrarstöðva, sem taldar eru vera í Mið-Ameríku. Felli- byljir eru alltíðir á þeim slóðum, og því eiga flóðhænur það á hættu að hrekjast af leið, t.d. norður til Kanada og Nýfundnalands. Flóðhæna hefur einu sinni fundist á Grænlandi. Hún er mjög sjaldgæfur hrakningsfugl í Evr- ópu, en þar hefur hún fundist á Azor- eyjum, í Bretlandi, Noregi og Sviss, einn fugl í hverju landi (Bannerman & Bannerman 1966, Nisbet 1960, Haft- orn 1971, Glutz von Blotzheim o.fl. 1973). Nisbet (1960) rakti með aðstoð veðurkorta ferðir ungrar flóðhænu, sem fannst í Bretlandi í nóvember 1958. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að fuglinn hefði verið fimm daga á leiðinni, sem ber vitni um mik- ið þol, þar sem matar hefur tæplega verið neytt á leiðinni. Hér á landi hefur flóðhæna fundist tvisvar: 1. Kalmanstunga í Hvítársíöu, Mýr, um 5. —12. september 1976 (6 ad RM6301). Sigurjón Harðarson. Sú síðari sást árið 1983, sbr. ársskýrslu þess árs. Að stærð og sköpulagi er flóðhæna áþekk sefhænu, en er þó öllu lappa- lengri (6. mynd). Fullorðnir fuglar eru fjólubláir á höfði, hálsi og búk, vængir eru bláleitir, en bak og yfirstélþökur grænleitar. Undirstélþökur eru hvítar. Að auki er fuglinn allur gljáandi. Föl- blá blesa er á enni en nefið rautt með gulan brodd. Fætur eru gulir. Ungfugl- ar eru ekki eins litskrúðugir. Þeir minna nokkuð á ungar sefhænur, en eru þó öllu ljósari, gulbrúnir með brúnleita vængi og bak. Bleshæna (Fulica atra) Bleshæna hefur borið fleiri íslensk nöfn. Hún var oftast nefnd blesönd áður fyrr, einnig hafa nöfnin vatns- hæna og sóthæna verið notuð. Bleshæna er varpfugl í Evrópu, nema norðanverðri Skandinavíu, austur eftir sunnanverðri Síbiríu, á Indlandsskaga og í Ástralíu og eyjun- um þar norður af. Hún er strjáll varp- fugl í N-Afríku og Austurlöndum nær. í Noregi og Finnlandi fór bleshæna ekki að verpa fyrr en seint á síðustu öld. Þá fjölgaði henni einnig í Svíþjóð og fleiri Evrópulöndum. Kjörlendi bleshænu eru tjarnir, stöðuvötn, skurðir og díki af ýmsu tagi, þar sem hún byggir flothreiður við sefi girta bakka. Ólíkt öðrum skyldum tegundum er bleshæna ekki 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.