Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 48
verið í nágrenninu því það var svo
lengi sem vart varð við hana. Sjálfur sá
ég henni aðeins einu sinni bregða fyrir
svo öruggt væri og hafði grun á að þær
hefðu verið 2 en gat þó ekki fengið
fulla vissu fyrir því.... Seinast þegar
blesöndin sást, sá Haukur (úr landi)
að hún var við hólmann og 2 ungar rétt
hjá henni, en ekki gat hann gengið úr
skugga um hvort hún mundi eiga þá,
en eftir þetta hætti maður að heyra til
hennar“. Þetta mun hafa verið rétt
sunnan við Grímsstaði að sögn Ragn-
ars Sigfinnssonar (bréf dags.
21.1.1983), eða 2,5 km fyrir norðan
hreiðurstaðinn frá því fyrr um vorið.
Það er því hugsanlegt, að fuglarnir
sem urpu við Káraströnd hafi flutt sig
norður að Grímsstöðum eftir mislukk-
aða varptilraun á fyrri staðnum og
jafnvel orpið aftur. Þá er að vísu óvíst,
að um par hafi verið að ræða, þar sem
ekki er útilokað að stakur kvenfugl
geri sér hreiður og verpi. Sá möguleiki
er einnig fyrir hendi, að ungar hafi
klakist úr hreiðrinu við Káraströnd og
fjölskyldan flutt sig norður undir
Grímsstaði. Frekari upplýsingar um
þetta varp er ekki að hafa.
Hér á eftir fer skrá yfir þær bleshæn-
ur sem mér er kunnugt um að hafi sést
hér á landi allt til og með árinu 1980:
1. Reykjavík (eða nágrenni), síðla hausts
1819. Tvær náðust. Faber (1822).
2. Grindavík, Gull, apríl 1821. Faber (1822).
3. Garður, Gull, 31. desember 1840. Náð.
Jónas Flallgrímsson (1841, dagbók).
4. Barðaströnd, V-Barð, haust 1852.
„Veiddist". Ari Finnsson. Benedikt
Gröndal (1853-54).
5. Reykjavík?, byrjun árs 1856. Náð, sagður í
eigu Englendings. Kruper (1857).
6. Útskálar í Garði, Gull, 1858. Náð. Newton
(1863).
7. ísland, 1876-77? Á þessum árum fékk
Hinn lærði skóli í Reykjavík bleshænu að
gjöf frá nemanda, Árna Þorsteinssyni (sjá
Skýrslu skólans skólaárið 1876-77). Hörr-
ing skoðaði tvo hami í skólanum árið 1907
og er þessi fugl að líkindum annar þeirra
(Hörring 1907, dagbók). f Menntaskólan-
um í Reykjavík er nú (1985) varðveitt ein
bleshæna, sem gæti verið þessi fugl (hún er
ómerkt, en stendur á svipuðum stalli og
aðrir íslenskir fuglar í safninu).
8. ísland, 1880-81? Andrés Fjeldsted gaf Hin-
um lærða skóla í Reykjavík bleshænu á
þessum árum, en hún var í lélegu ástandi
(sjá Skýrslu skólans skólaárið 1880-81).
Hörring (1907) skoðaði tvær bleshænur í
safni skólans árið 1907, og er þessi fugl
sennilega annar þeirra (sbr. nr. 7). Við
skoðun á safni Menntaskólans í Reykjavík
1985 kom í ljós, að þar er aðeins ein bles-
hæna og er hún í góðu standi. Er því varla
um þennan fugla að ræða. Honum hefur
því verið hent.
9. Við suðurströndina, 21. desember 1882 (d
imm). Benedikt Gröndal (1886, 1901) seg-
ir að sér hafi oft verið boðnir fuglar þessar-
ar tegundar og hafi hann keypt allmörg
eintök, m.a. ofangreindan fugl. Þeim hefði
öllum verið safnað við suðurströndina,
sumar, haust og vetur, en ofangreindur
fugl er sá eini þeirra sem er tímasettur.
10. Eyrarbakki (Hraunsá), Árn, nóvember
1888. Nielsen (1918).
11. Ölfus, Árn, 6. desember 1888. Náð. Niels-
en (1918).
12. Víkingavatn í Kelduhverfi, N-Þing, 1889.
Par með 7 egg (ad ZM37919, 7 egg í RM).
Frekari umfjöllun í texta.
13. Eyrarbakki, Árn, 10. nóvember 1891.
Náð. Nielsen (1918).
14. Seyðisfjörður, S-Múl, haust 1893 (RM
nr.140, hent fyrir 1941).
15. Eyrarbakki (Hraunsá), Árn, 15. janúar
1894. Náð. Nielsen (1918).
16. Flói, Árn, janúar 1894 (RM nr.141?, hent
fyrir 1941). Hörring (1908).
17. Hafnarfjörður, janúar? 1894 (RM). Ham-
ur týndur.
18. ísland, janúar? 1894 (RM nr.142, hent
fyrir 1941). Var færður Náttúrugripasafn-
inu 30. janúar 1894.
19. Eyrarbakki (Hafliðakot), Árn, 1. nóvem-
ber 1894. Náð. Nielsen (1918).
20. Eyrarbakki, Árn, 20. nóvember 1894
(ZM, Hörring no.113). P. Nielsen.
21. Eyrarbakki (Hraunsá), Árn, 12. septem-
ber 1896 (ZM, Hörring no.114). P.
Nielsen.
22. Selvogur, Árn, 5. nóvember 1896 (ZM,
Hörring no.115). P. Nielsen. Skv. skrán-
ingu hams í Khöfn er fuglinn sagður fund-
inn á Eyrarbakka, en skv. dagbók Hörr-
146