Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 53
10. mynd. Kolhæna. Myndin er fengin frá Cornell University Laboratory of Ornithology
og birt með leyfi. — American Coot. The picture is from the Cornell University Laborat-
ory of Ornithology, publication permitted. Ljósm. F.K. Truslow.
Rétt er að hvetja þá sem kynnu að
rekast á bleshænur að hafa þetta í
huga.
TRÖNUR
Trönur eru stórir fuglar, með langan
háls og langar lappir. Þær líkjast hegr-
um, en eru þó skyldari rellum og vatna-
hænsnum, sem einnig tilheyra trönu-
ættbálkinum (Gruiformes). Til trönu-
ættar (Gruidae) teljast 14-15 tegund-
ir. Tvær þeirra verpa í Evrópu, grá-
trana (Grus grus) og lokkatrana (Anth-
ropoides virgo). í N-Ameríku eru
einnig tvær tegundir, mótrana (Grus
canadensis) og söngtrana (Grus amer-
icana). Vitað er um þrjár mótrönur,
sem slæðst hafa austur yfir Atlantshaf.
Sú fyrsta var skotin á írlandi árið 1905
(Cramp & Simmons 1980), önnur sást
í Færeyjum 1980 (Bloch & Sórensen
1984) og sú þriðja á Hjaltlandseyjum
1981 (Rogers o.fl. 1982).
Grátrana (Grus grus)
Varpheimkynni grátrönu eru í
norðanverðri Evrópu, Síbiríu og Tyrk-
landi. í Skandinavíu og Finnlandi er
t.d. traustur stofn, sennilega yfir 20
þúsund fuglar. Grátrana verpur í vot-
151