Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 72
4. verðlaun: Ólafur Jónsson, Digra-
nesvegi 42, Kóp.
Myndirnar voru til sýnis að loknum aðal-
fundi og verðlaun afhent. Sem fyrstu verð-
laun var bókin Hestar og Gamlar þjóðlífs-
myndir önnur verðlaun. Ljósmyndavörur
gáfu tvær Fuji litfilmur í 3. og 4. verðlaun.
ÚTGÁFUMÁL
Sem kunnugt er lenti tímarit félagsins í
útideyfu um nokkra hríð og var það eitt
helsta baráttumál stjórnar að kippa því í
liðinn. í febrúar 1985 komu 3. og 4. hefti
53. árgangs Náttúrufræðingsins út í einu
lagi og nokkru síðar kom 54. árgangur út í
þrennu lagi. Síðan rak hvert hefti 55. ár-
gangs annað uns hið fjórða kom út fyrri
hluta janúar s.l. Par rneð er útgáfa Nátt-
úrufræðingsins komin í rétt horf. Vonandi
tekst nú að halda í horfinu og gefa fjögur
aðskilin hefti út árlega eins og löngum
hefur verið stefnt að.
Á liðnu ári kom 10. árgangur Félags-
bréfsins út fjórum sinnum. Sigurður Frið-
finnsson fjölritaði bréfið og Ágúst H.
Bjarnason ritstýrði því.
í tengslum við Hornstrandaferðina gaf
félagið út lítinn bækling eftir Hauk Jó-
hannesson, Kristin Hauk Skarphéðinsson
og Eyþór Einarsson. Var hann afhentur
ferðalöngum ókeypis.
Til nýmæla má teljast, að félagið réðst í
að gefa út veggmyndina „Flóra íslands“
eftir Eggert Pétursson í samvinnu við
Ferðamálaráð íslands. Félagið eignaðist
2000 eintök og annaðist sölu á þeim. Gekk
hún framar vonum og vakti verðskuldaða
athygli.
NÁTTÚRUFRÆÐISAFN
Innan félagsins hefur áhugahópur starfað
frá því í október 1984 og unnið ötullega að
því að vekja athygli ráðamanna og almenn-
ings á ófremdarástandi Náttúrugripa-
safnsins. Margir fundir hafa verið haldnir
og þar lagt á ráðin, hvernig þoka megi
þessu máli áleiðis. Einn angi þessa starfs
hefur verið sá að halda s.k. náttúrufræði-
daga síðasta sunnudag í hverjum mánuði
frá því í maí. Þessir dagar hafa tekist með
ágætum og þátttaka yfirleitt verið allgóð.
Allan veg og vanda að þessu framtaki hafa
haft Einar Egilsson og Sólveig Georgsdótt-
ir. Þau hafa varið ómældum tíma til þessa
verks og jafnframt notið stuðnings ýmissa
aðila. Eru þeim svo og öðrum færðar þakk-
ir fyrir ötula baráttu.
Fullvíst má telja, að fyrir tilstuðlan þessa
áhugahóps skipaði Ragnhildur Helgadótt-
ir, fyrrverandi menntamálaráðherra, opin-
bera nefnd til þess að fjalla um málefni
Náttúrugripasafnsins. Nefndin er undir
forsæti Ævars Petersens, forstöðumanns
Náttúrufræðistofnunar íslands, en auk
hans sitja í henni tveir fulltrúar mennta-
málaráðuneytisins, fulltrúar frá Reykjavík-
urborg og Háskóla íslands, fyrrverandi
oddviti áhugahóps um byggingu náttúru-
fræðisafns og formaður Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags. Nefndin hefur þegar haldið
nokkra fundi og væntanlega skilar hún áliti
sínu fyrir sumarsólhvörf.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifé-
lags fyrir 1985 var haldinn laugardaginn
15. febrúar 1986 í stofu 101 í Lögbergi. 25
manns komu á fundinn. Fundarstjóri var
kjörinn Sveinn Jakobsson og fundarritari
Kristinn Einarsson.
Formaður minntist látinna félagsmanna
og flutti skýrslu stjórnar um störf félagsins.
Gjaldkeri las upp endurskoðaða reikn-
inga, sem voru samþykktir.
Síðan var gengið til kosninga. Ágúst H.
Bjarnason gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs og var Þóra Ellen Þórhallsdóttir kjör-
in formaður í hans stað. Að þessu sinni
gengu Bergþór Jóhannsson og Ingólfur
Einarsson úr stjórn. Bergþór var ófús að
sitja áfram en Ingólfur gaf kost á sér. í
stjórnina voru kjörin Ingólfur Einarsson
og Eva Þorvaldsdóttir. Þar eð varamaður,
Ingibjörg Kaldal, sem gegnir störfum Ax-
els Kaabers, var aðeins kosin til eins árs,
var hún endurkosin í stjórn til næsta aðal-
fundar. Nýkjörin stjórn er þá þannig
skipuð: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formað-
ur og aðrir stjórnarmenn: Eva Þorvalds-
dóttir, Ingibjörg Kaldal, Ingólfur Einars-
170