Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 5
Hreggviður Norðdahl og Þorleifur Einarsson
Hörfun jökla og
sj ávarstöðubreytingar
í ísaldarlok á Austfjörðum
INNGANGUR
Sumarið 1985 voru höfundar þessar-
ar greinar við rannsóknir á fornum
fjörumörkum og jöklamenjum á Aust-
fjörðum, milli Hornafjarðar og Norð-
fjarðar (1. mynd). Tilgangur þessara
rannsókna er tvíþættur. I fyrsta lagi
að finna og mæla hæð efstu fjöru-
marka og tengja þau legu jökulsporða
í dölum og fjörðum Austfjarða. I öðru
lagi að kanna möguleika þess að
tengja samspil sjávarstöðubreytinga
og útbreiðslu jökla þessa svæðis við
önnur landsvæði, þar sem þetta sam-
spil á síðjökultíma er betur þekkt.
FYRRI RANNSÓKNIR
Sjávarstöðubreytingar og útbreiðsla
jökla á síðjökultíma á íslandi eru mis-
vel þekktar og fer það nokkuð eftir
landshlutum. Allt frá því að Þorvaldur
Thoroddsen, Helgi Pjeturss og aðrir
frumherjar á sviði jöklajarðfræði hófu
rannsóknir sínar, hafa Austfirðir ein-
hverra hluta vegna orðið útundan.
Þorvaldur Thoroddsen (1905-06)
getur þess að á Austfjörðum séu að-
eins minni háttar jökulgarðar því að
jöklar og jökulár óku öllu seti sínu í
sjóinn þegar sjávarborð stóð nokkru
hærra en nú. Sem dæmi nefnir hann,
að við Seyðisfjörð séu fjörumörk
fremur ógreinileg, að sjávarhjallar í
Norðfirði og Viðfirði séu í um
20 m y.s. og að í Reyðarfirði og á
Breiðdalsvík megi sjá ummerki fornr-
ar og hærri sjávarstöðu. Við Álfta-
fjörð taldi hann fjörumörk vera í
21 m y.s.
í Lóni, syðst á Austfjörðum, eru
víðáttumiklir hjallar í 40-45 m y.s, en
þeir eru myndaðir við hæstu stöðu
sjávar í lok ísaldar (Þorvaldur Thor-
oddsen 1905-06, Jón Jónsson 1957). í
mynni Laxárdals í Hornafirði er mjög
greinilegur sjávarhjalli í 41,5 m y.s.
og ummerki sjávarborðs í um 40-
45 m y.s. eru einnig við Viðborðsfjall
og vestan bæjarins að Svínafelli (Jón
Jónsson 1957).
Trausti Einarsson (1962) getur þess
að í Berufirði hafi sjávarborð um tíma
verið í 30-40 m y.s. í lok síðasta jök-
ulskeiðs. Guðmundur Kjartansson
(1962) nefnir, að meðal annarra um-
merkja hærri sjávarstöðu séu malar-
kambar í Álftafirði og Lóni í 35-
40 m y.s. Hann telur að varla sé mik-
ill munur á hæð efstu fjörumarka þar
og í Berufirði.
í þessum greinum gera Trausti Ein-
arsson og Guðmundur Kjartansson
grein fyrir niðurstöðum sínum varð-
andi útbreiðslu jökla í Berufirði og
Náttúrufræöingurinn 58 (2). bls. 59-80. 1988.
59