Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 5
Hreggviður Norðdahl og Þorleifur Einarsson Hörfun jökla og sj ávarstöðubreytingar í ísaldarlok á Austfjörðum INNGANGUR Sumarið 1985 voru höfundar þessar- ar greinar við rannsóknir á fornum fjörumörkum og jöklamenjum á Aust- fjörðum, milli Hornafjarðar og Norð- fjarðar (1. mynd). Tilgangur þessara rannsókna er tvíþættur. I fyrsta lagi að finna og mæla hæð efstu fjöru- marka og tengja þau legu jökulsporða í dölum og fjörðum Austfjarða. I öðru lagi að kanna möguleika þess að tengja samspil sjávarstöðubreytinga og útbreiðslu jökla þessa svæðis við önnur landsvæði, þar sem þetta sam- spil á síðjökultíma er betur þekkt. FYRRI RANNSÓKNIR Sjávarstöðubreytingar og útbreiðsla jökla á síðjökultíma á íslandi eru mis- vel þekktar og fer það nokkuð eftir landshlutum. Allt frá því að Þorvaldur Thoroddsen, Helgi Pjeturss og aðrir frumherjar á sviði jöklajarðfræði hófu rannsóknir sínar, hafa Austfirðir ein- hverra hluta vegna orðið útundan. Þorvaldur Thoroddsen (1905-06) getur þess að á Austfjörðum séu að- eins minni háttar jökulgarðar því að jöklar og jökulár óku öllu seti sínu í sjóinn þegar sjávarborð stóð nokkru hærra en nú. Sem dæmi nefnir hann, að við Seyðisfjörð séu fjörumörk fremur ógreinileg, að sjávarhjallar í Norðfirði og Viðfirði séu í um 20 m y.s. og að í Reyðarfirði og á Breiðdalsvík megi sjá ummerki fornr- ar og hærri sjávarstöðu. Við Álfta- fjörð taldi hann fjörumörk vera í 21 m y.s. í Lóni, syðst á Austfjörðum, eru víðáttumiklir hjallar í 40-45 m y.s, en þeir eru myndaðir við hæstu stöðu sjávar í lok ísaldar (Þorvaldur Thor- oddsen 1905-06, Jón Jónsson 1957). í mynni Laxárdals í Hornafirði er mjög greinilegur sjávarhjalli í 41,5 m y.s. og ummerki sjávarborðs í um 40- 45 m y.s. eru einnig við Viðborðsfjall og vestan bæjarins að Svínafelli (Jón Jónsson 1957). Trausti Einarsson (1962) getur þess að í Berufirði hafi sjávarborð um tíma verið í 30-40 m y.s. í lok síðasta jök- ulskeiðs. Guðmundur Kjartansson (1962) nefnir, að meðal annarra um- merkja hærri sjávarstöðu séu malar- kambar í Álftafirði og Lóni í 35- 40 m y.s. Hann telur að varla sé mik- ill munur á hæð efstu fjörumarka þar og í Berufirði. í þessum greinum gera Trausti Ein- arsson og Guðmundur Kjartansson grein fyrir niðurstöðum sínum varð- andi útbreiðslu jökla í Berufirði og Náttúrufræöingurinn 58 (2). bls. 59-80. 1988. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.