Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 7
þar sem þau eru í 50-60 m y.s. og 45- 50 m y.s. Neðan efstu fjörumarka eru undantekningalítið fundin um- merki yngri sjávarstöðu. Árni Hjartarson o. fl. (1981) skipta sögu jökulhörfunar á Austfjörðum í tvö tímabil, daljöklaskeið (eldra) og smájöklaskeið (yngra). Milli þessara skeiða varð sjávarstaða hæst á Aust- fjörðum. Jökulgarðar frá daljökla- skeiði eru taldir vera í Norðfjarðardal, í botni Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar, í utanverðum Breiðdal og Berufirði. Jökulgarðar frá smájökla- skeiði eru í Norðfjarðardal, Hellis- firði, við Eskifjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og í Norðurdal í Breið- dal. Á smájöklaskeiði voru skálarjökl- ar og fremur litlir daljöklar algengastir á sunnanverðum Austfjörðum en stærri daljöklar á daljöklaskeiði. Aldur daljökla- og smájöklaskeiðs er óþekktur, en Árni Hjartarson o. fl. (1981) telja, að framrás jökla á smá- jöklaskeiði hafi orðið í lok síðasta jök- ulskeiðs eða snemma á nútíma, fyrir um 10.000 árum B.P. Daljöklaskeið er eldra, frá síðjökultíma og tengist öðru tveggja, eldra eða yngra Dryas (Álfta- nes- eða Búðaskeiði) eins og þar stendur. Þeir telja að sjávarstaða hafi orðið hæst milli daljökla- og smájökla- skeiðs fyrir um 10.000-12.000 árum B.P. Á jarðfræðikorti af Suðausturlandi (Helgi Torfason 1985) eru sýndar strandlínur frá lokum ísaldar. Við Hornafjörð er hæð þeirra um 60 m y.s. Sama hæð er einnig sýnd á strandlínum í Lóni við Papafjörð, í mynni Þorgeirsstaðadals og Gjádals í Lóni. AÐFERÐIR Markmið þessara rannsókna var að kortleggja ummerki hærri sjávarstöðu og legu jökla í dölum og fjörðum á Austfjörðum. Undirbúningur rann- sóknanna fólst í skoðun loftljós- mynda, korta og ritaðra heimilda. Utivinna fólst einkum í því að leit- aðir voru uppi staðir sem gefa góða vísbendingu um stöðu jökla og sjávar- borðs og hæð þeirra mæld. Við hæð- armælingarnar verður að hafa hug- fast, að landform mynduð við sjávar- mál eru nokkuð mismunandi. Sam- bandið milli hæðar landformanna og meðalhæðar sjávar er einnig mismun- andi frá einu landformi til annars. Meiri hluti hæðarmældra landforma eru fjörur (2. mynd) og það er þeim öllum sameiginlegt að þau eru mynd- uð því sem næst við sjávarmál. Yfir- borð fjörulandforma er yfirleitt þakið núnum hnullungum eða völum (2. mynd) sem hafa legið rétt neðan sjávarmáls og svo langt upp sem nam uppkasti ölduróts. Set þessara land- forma er allvel aðgreint en misgróft. Hæð fjörumarka var mæld með loft- þrýstingsmæli af gerðinni Paulin, en mælitækið er ákaflega viðkvæmt fyrir breytingum í loftþrýstingi. Til að leið- rétta hæðarmælingarnar gagnvart slík- um breytingum er nauðsynlegt að loft- þrýstingur sé stöðugt skráður (baro- graf) og hæðarmælingin miðuð við punkt með þekktri hæð yfir sjó. Þar sem þessi aðferð var ekki framkvæm- anleg var þessi vandi leystur þannig að fylgst var með breytingum í loft- þrýstingi með mælingum við sjávar- mál eins oft og við var komið og tími mælinganna skráður. Þar sem mælt var við sjávarmál á mismunandi tíma og mismunandi stöðum verður að taka tillit til sjávarfalla. í 1. töflu má sjá meðalsjávarfallahæð (Sjómælingar íslands 1985) á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Meðalsjávarfallahæð á svæðinu er +0,84 m og meðalmis- munur flóðs og fjöru 0,95 m. Mesti mismunur meðalsjávarfallahæða á 61

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.