Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 7
þar sem þau eru í 50-60 m y.s. og 45- 50 m y.s. Neðan efstu fjörumarka eru undantekningalítið fundin um- merki yngri sjávarstöðu. Árni Hjartarson o. fl. (1981) skipta sögu jökulhörfunar á Austfjörðum í tvö tímabil, daljöklaskeið (eldra) og smájöklaskeið (yngra). Milli þessara skeiða varð sjávarstaða hæst á Aust- fjörðum. Jökulgarðar frá daljökla- skeiði eru taldir vera í Norðfjarðardal, í botni Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar, í utanverðum Breiðdal og Berufirði. Jökulgarðar frá smájökla- skeiði eru í Norðfjarðardal, Hellis- firði, við Eskifjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og í Norðurdal í Breið- dal. Á smájöklaskeiði voru skálarjökl- ar og fremur litlir daljöklar algengastir á sunnanverðum Austfjörðum en stærri daljöklar á daljöklaskeiði. Aldur daljökla- og smájöklaskeiðs er óþekktur, en Árni Hjartarson o. fl. (1981) telja, að framrás jökla á smá- jöklaskeiði hafi orðið í lok síðasta jök- ulskeiðs eða snemma á nútíma, fyrir um 10.000 árum B.P. Daljöklaskeið er eldra, frá síðjökultíma og tengist öðru tveggja, eldra eða yngra Dryas (Álfta- nes- eða Búðaskeiði) eins og þar stendur. Þeir telja að sjávarstaða hafi orðið hæst milli daljökla- og smájökla- skeiðs fyrir um 10.000-12.000 árum B.P. Á jarðfræðikorti af Suðausturlandi (Helgi Torfason 1985) eru sýndar strandlínur frá lokum ísaldar. Við Hornafjörð er hæð þeirra um 60 m y.s. Sama hæð er einnig sýnd á strandlínum í Lóni við Papafjörð, í mynni Þorgeirsstaðadals og Gjádals í Lóni. AÐFERÐIR Markmið þessara rannsókna var að kortleggja ummerki hærri sjávarstöðu og legu jökla í dölum og fjörðum á Austfjörðum. Undirbúningur rann- sóknanna fólst í skoðun loftljós- mynda, korta og ritaðra heimilda. Utivinna fólst einkum í því að leit- aðir voru uppi staðir sem gefa góða vísbendingu um stöðu jökla og sjávar- borðs og hæð þeirra mæld. Við hæð- armælingarnar verður að hafa hug- fast, að landform mynduð við sjávar- mál eru nokkuð mismunandi. Sam- bandið milli hæðar landformanna og meðalhæðar sjávar er einnig mismun- andi frá einu landformi til annars. Meiri hluti hæðarmældra landforma eru fjörur (2. mynd) og það er þeim öllum sameiginlegt að þau eru mynd- uð því sem næst við sjávarmál. Yfir- borð fjörulandforma er yfirleitt þakið núnum hnullungum eða völum (2. mynd) sem hafa legið rétt neðan sjávarmáls og svo langt upp sem nam uppkasti ölduróts. Set þessara land- forma er allvel aðgreint en misgróft. Hæð fjörumarka var mæld með loft- þrýstingsmæli af gerðinni Paulin, en mælitækið er ákaflega viðkvæmt fyrir breytingum í loftþrýstingi. Til að leið- rétta hæðarmælingarnar gagnvart slík- um breytingum er nauðsynlegt að loft- þrýstingur sé stöðugt skráður (baro- graf) og hæðarmælingin miðuð við punkt með þekktri hæð yfir sjó. Þar sem þessi aðferð var ekki framkvæm- anleg var þessi vandi leystur þannig að fylgst var með breytingum í loft- þrýstingi með mælingum við sjávar- mál eins oft og við var komið og tími mælinganna skráður. Þar sem mælt var við sjávarmál á mismunandi tíma og mismunandi stöðum verður að taka tillit til sjávarfalla. í 1. töflu má sjá meðalsjávarfallahæð (Sjómælingar íslands 1985) á nokkrum stöðum á Austfjörðum. Meðalsjávarfallahæð á svæðinu er +0,84 m og meðalmis- munur flóðs og fjöru 0,95 m. Mesti mismunur meðalsjávarfallahæða á 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.