Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 18
Einarsson 1973) og upphafs nútíma fyrir um 10.000 árum B.P. (Mangerud o. fl. 1974). Við hámark síðasta jök- ulskeiðs náði meginjökull Islands alls staðar út fyrir núverandi strönd lands- ins og út á landgrunnið (Þorvaldur Thoroddsen 1905-06, Þorleifur Einars- son 1967, 1985, Hoppe 1968, 1982, Þórdís Ólafsdóttir 1975). Lindroth (1931), Sigurður Þórarinsson (1937), Steindór Steindórsson (1962) og Gutt- ormur Sigbjarnarson (1983) töldu að upp úr jökulbreiðunni hafi staðið hæstu fjöll og múlar nærri strönd landsins, og nýlega hefur verið sýnt fram á að kollur múlans milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar var ís- laus við hámark síðasta jökulskeiðs (Jón Reynir Sigurvinsson 1983). Um skoðanir manna á mestri stærð jökla á Austfjörðum var rætt hér að framan, og er rétt að benda enn einu sinni á þá ályktun Guðmundar Kjartanssonar (1962), að jökulgarður í utanverðum Berufirði sé frá Búðaskeiði (10.000- 11.000 ár B.P.). Tímabilið milli mestu stærðar íslenska meginjökulsins og upphafs nútíma er nefnt síðjökultími (Þorleifur Einarsson 1968, Mangerud o. fl. 1974). Hörfunarsaga íslenska meginjökuls- ins á síðjökultíma er best þekkt á svæðinu milli Borgarfjarðar og Eyja- fjalla. í annars hraðri hörfun megin- jökulsins urðu tveir afturkippir, sem tengdir eru tímabundinni kólnun loftslags. Sá fyrri varð á Álftanes- skeiði fyrir um 12.000-12.300 árum B.P. (Ashwell 1967, Þorleifur Einars- son 1968, Ólafur Ingólfsson 1984). Hinn síðari varð fyrir um 11.000 árum B.P. á Búðaskeiði (Guðmundur Kjartansson 1939, 1943, 1964, Guð- mundur Kjartansson o. fl. 1964, Þor- leifur Einarsson 1961, Ólafur Ingólfs- son 1985). Milli þessara kuldaskeiða er Saurbæjarskeið, en þá varð sjávar- staða yfirleitt hæst á íslandi (Guð- mundur Kjartansson o. fl. 1964, Þor- leifur Einarsson 1979). Á undan Álftanesskeiði fór hlýindakafli sem nefndur er Kópaskersskeið (Þorleifur Einarsson 1978, 1979) en í lok þess og byrjun Álftanesskeiðs varð sjávar- staða hæst í Borgarfirði (Þorleifur Einarsson 1968, Halldór Torfason 1974, Hreggviður Norðdahl 1974, Ól- afur Ingólfsson 1984). Hörfun jökla og lækkun sjávarborðs frá efstu fjörumörkum á Austfjörðum varð að minnsta kosti í þremur áföng- um eða stigum. Ummerki elsta stigs- ins eru best varðveitt við utanverðan Fáskrúðsfjörð og það því nefnt Fá- skrúðsfjarðarstig. Miðstigið er nefnt Breiðdalsstig enda eru ummerki þess gleggst þar. Yngsta stigið í hörfunar- sögu jökla á Austfjörðum er kennt við Berufjörð, en þar eru greinilegir jök- ulgarðar frá þessum tíma. Enn sem komið eru engar aldurs- ákvarðanir á jarðfræðilegum atburð- um frá síðjökultíma á Austfjörðum fyrir hendi. Eftirfarandi umfjöllun og niðurröðun atburða í hörfunarsögu jökla og sjávarstöðubreytingum á þessu svæði er því afstæð. Tímasetn- ing atburða styðst aðallega við saman- burð hörfunarsögu jökla á sunnan- og vestanverðu landinu. Fáskrúðsfjarðarstig Eftir að meginjökull síðasta jök- ulskeiðs varð stærstur fyrir um 18.000 árum B.P. hlýnaði í veðri og hann hörfaði inn fyrir núverandi strönd milli Stöðvarfjarðar og Norðfjarðar. Þá kólnaði á ný og brún jöklanna varð kyrrstæð um tíma eða gekk fram og jökulgarðar Fáskrúðsfjarðarstigs í mynni Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar urðu til. Þetta eru austustu jökulgarðar á Austfjörðum (9. mynd). 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.