Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 18
Einarsson 1973) og upphafs nútíma fyrir um 10.000 árum B.P. (Mangerud o. fl. 1974). Við hámark síðasta jök- ulskeiðs náði meginjökull Islands alls staðar út fyrir núverandi strönd lands- ins og út á landgrunnið (Þorvaldur Thoroddsen 1905-06, Þorleifur Einars- son 1967, 1985, Hoppe 1968, 1982, Þórdís Ólafsdóttir 1975). Lindroth (1931), Sigurður Þórarinsson (1937), Steindór Steindórsson (1962) og Gutt- ormur Sigbjarnarson (1983) töldu að upp úr jökulbreiðunni hafi staðið hæstu fjöll og múlar nærri strönd landsins, og nýlega hefur verið sýnt fram á að kollur múlans milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar var ís- laus við hámark síðasta jökulskeiðs (Jón Reynir Sigurvinsson 1983). Um skoðanir manna á mestri stærð jökla á Austfjörðum var rætt hér að framan, og er rétt að benda enn einu sinni á þá ályktun Guðmundar Kjartanssonar (1962), að jökulgarður í utanverðum Berufirði sé frá Búðaskeiði (10.000- 11.000 ár B.P.). Tímabilið milli mestu stærðar íslenska meginjökulsins og upphafs nútíma er nefnt síðjökultími (Þorleifur Einarsson 1968, Mangerud o. fl. 1974). Hörfunarsaga íslenska meginjökuls- ins á síðjökultíma er best þekkt á svæðinu milli Borgarfjarðar og Eyja- fjalla. í annars hraðri hörfun megin- jökulsins urðu tveir afturkippir, sem tengdir eru tímabundinni kólnun loftslags. Sá fyrri varð á Álftanes- skeiði fyrir um 12.000-12.300 árum B.P. (Ashwell 1967, Þorleifur Einars- son 1968, Ólafur Ingólfsson 1984). Hinn síðari varð fyrir um 11.000 árum B.P. á Búðaskeiði (Guðmundur Kjartansson 1939, 1943, 1964, Guð- mundur Kjartansson o. fl. 1964, Þor- leifur Einarsson 1961, Ólafur Ingólfs- son 1985). Milli þessara kuldaskeiða er Saurbæjarskeið, en þá varð sjávar- staða yfirleitt hæst á íslandi (Guð- mundur Kjartansson o. fl. 1964, Þor- leifur Einarsson 1979). Á undan Álftanesskeiði fór hlýindakafli sem nefndur er Kópaskersskeið (Þorleifur Einarsson 1978, 1979) en í lok þess og byrjun Álftanesskeiðs varð sjávar- staða hæst í Borgarfirði (Þorleifur Einarsson 1968, Halldór Torfason 1974, Hreggviður Norðdahl 1974, Ól- afur Ingólfsson 1984). Hörfun jökla og lækkun sjávarborðs frá efstu fjörumörkum á Austfjörðum varð að minnsta kosti í þremur áföng- um eða stigum. Ummerki elsta stigs- ins eru best varðveitt við utanverðan Fáskrúðsfjörð og það því nefnt Fá- skrúðsfjarðarstig. Miðstigið er nefnt Breiðdalsstig enda eru ummerki þess gleggst þar. Yngsta stigið í hörfunar- sögu jökla á Austfjörðum er kennt við Berufjörð, en þar eru greinilegir jök- ulgarðar frá þessum tíma. Enn sem komið eru engar aldurs- ákvarðanir á jarðfræðilegum atburð- um frá síðjökultíma á Austfjörðum fyrir hendi. Eftirfarandi umfjöllun og niðurröðun atburða í hörfunarsögu jökla og sjávarstöðubreytingum á þessu svæði er því afstæð. Tímasetn- ing atburða styðst aðallega við saman- burð hörfunarsögu jökla á sunnan- og vestanverðu landinu. Fáskrúðsfjarðarstig Eftir að meginjökull síðasta jök- ulskeiðs varð stærstur fyrir um 18.000 árum B.P. hlýnaði í veðri og hann hörfaði inn fyrir núverandi strönd milli Stöðvarfjarðar og Norðfjarðar. Þá kólnaði á ný og brún jöklanna varð kyrrstæð um tíma eða gekk fram og jökulgarðar Fáskrúðsfjarðarstigs í mynni Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar urðu til. Þetta eru austustu jökulgarðar á Austfjörðum (9. mynd). 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.