Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 35
verður að jafnaði ekki greint með ber- um augum. Yfirleitt eru þessi hraun- lög mjög ámóta þykk og mikill fjöldi ganga liggur þvert um þau. Sem dæmi um það má nefna að vestan í Hest- gerðismúla koma fram a.m.k. 14 gangar, talið frá og með Hestgerðis- kambi inn að Borgarhöfn eða að jafn- aði þrír gangar á kílómetra. A sama svæði má greina 19 hraunlög. Flestir ganganna stefna norðaustur-suðvest- ur, eru mismunandi þykkir, eða frá 1 og upp í 11,5 m, en meðalþykkt virðist vera um 5 m. Þó nokkrir gangar stefna sem næst hornrétt á áður nefnda ganga, en þeir virðast jafnan þynnri og yngri. Ljóst er að blágrýtis- myndunin hefur verið orðin mikið rof- in þegar Múlamyndunin lagðist yfir, því gangarnir standa sem bríkur upp í Múlamyndunina (1. mynd). Eitt hraunlag á þessu svæði sker sig verulega úr. Það kemur fram á fjalls- brún austan við Hestgerðishnútu í um 200 m hæð (yfirborð) og þaðan má rekja það austur eftir. Það er á foss- brún ofan við Smyrlabjargafoss, hverfur austur við Heinabergsjökul og er þar komið niður í um 40 m hæð um 8 km austan við Hestgerðismúla. Það lækkar því í átt til Heinabergsjökuls, en um raunverulegan halla þess skal ósagt látið þar eð ég hef ekki séð það nema í fjallabrúnum, sem snúa móti suðaustri. Bergið í þessu hrauni er ljósara á að sjá en í hinum. Þetta lag er víðast 18-22 m þykkt og grófstuðl- að. Það er áberandi mikið dílótt, bæði stór og þéttdílótt. Um 23% þess eru plagíóklasdflar um 3-8 mm í þvermál. Ummyndun er þó nokkur, og ólívín víðast orðið aðeins eftirmyndir (pseu- domorphs) eða þá að ekki er annað eftir en svartar málmklessur. Það er líka áberandi að ólívíndílar fylgja yfir- leitt stórum plagíóklasílum og fyrir kemur að pýroxendílar fylgja með. Einstaka stórir plagíoklasdflar eru beygðir á mjög sérstæðan hátt, eins og þeir hafi orðið fyrir hreyfingu á með- an þeir voru að myndast. Samsetningu þessa bergs má nokkuð ráða af tölu frumsteinda, sem hér segir: Plagíóklas 54,7% Pýroxen 27,4% Ólivín 5,6% Málmur 8,6% Myndbreytt og holufylling 3,7% Taldir voru aðeins 640 punktar í einni þunnsneið. Það er svo lítið að naumast getur talist marktækt, en er ábending þó. JÖKULBERG Skammt norðan við þjóðveginn vestur af Borgarhöfn og beint austur af Fífutjörn, kemur á tveim stöðum norðan við vestra Eibúa fram millilag milli blágrýtislaganna og fæ ég ekki betur séð en að það sé jökulberg, enda þótt það kunni að vera umdeil- anlegt. Annað jökulbergslag kemur fram fremst á fjallinu ofan við bæina í Borgarhöfn, og tel ég uppruna þess vart umdeilanlegan. Það liggur á fag- urlega heflaðri og jökulrispaðri blá- grýtisklöpp, og er mjög greinilegt að hinn rispaði flötur hverfur undir jök- ulbergið. I jökulberginu eru steinar úr blágrýti af mismunandi gerð og útliti, gabbró (2. mynd), liparít og jaspís- molar eru í því og mikið er um rispaða steina líka. Gangur einn um 4 m þykkur nær upp að jökulberginu, en annar þunnur fer upp í gegnum það. Hefur því jökulbergið orðið til milli þess að þessir tveir gangar tróðust inn. Hvort þetta jökulberg er frá sama tíma og jökulbergið, sem fundist hefur á nokkrum stöðum í blágrýtismyndun- 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.