Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 35
verður að jafnaði ekki greint með ber- um augum. Yfirleitt eru þessi hraun- lög mjög ámóta þykk og mikill fjöldi ganga liggur þvert um þau. Sem dæmi um það má nefna að vestan í Hest- gerðismúla koma fram a.m.k. 14 gangar, talið frá og með Hestgerðis- kambi inn að Borgarhöfn eða að jafn- aði þrír gangar á kílómetra. A sama svæði má greina 19 hraunlög. Flestir ganganna stefna norðaustur-suðvest- ur, eru mismunandi þykkir, eða frá 1 og upp í 11,5 m, en meðalþykkt virðist vera um 5 m. Þó nokkrir gangar stefna sem næst hornrétt á áður nefnda ganga, en þeir virðast jafnan þynnri og yngri. Ljóst er að blágrýtis- myndunin hefur verið orðin mikið rof- in þegar Múlamyndunin lagðist yfir, því gangarnir standa sem bríkur upp í Múlamyndunina (1. mynd). Eitt hraunlag á þessu svæði sker sig verulega úr. Það kemur fram á fjalls- brún austan við Hestgerðishnútu í um 200 m hæð (yfirborð) og þaðan má rekja það austur eftir. Það er á foss- brún ofan við Smyrlabjargafoss, hverfur austur við Heinabergsjökul og er þar komið niður í um 40 m hæð um 8 km austan við Hestgerðismúla. Það lækkar því í átt til Heinabergsjökuls, en um raunverulegan halla þess skal ósagt látið þar eð ég hef ekki séð það nema í fjallabrúnum, sem snúa móti suðaustri. Bergið í þessu hrauni er ljósara á að sjá en í hinum. Þetta lag er víðast 18-22 m þykkt og grófstuðl- að. Það er áberandi mikið dílótt, bæði stór og þéttdílótt. Um 23% þess eru plagíóklasdflar um 3-8 mm í þvermál. Ummyndun er þó nokkur, og ólívín víðast orðið aðeins eftirmyndir (pseu- domorphs) eða þá að ekki er annað eftir en svartar málmklessur. Það er líka áberandi að ólívíndílar fylgja yfir- leitt stórum plagíóklasílum og fyrir kemur að pýroxendílar fylgja með. Einstaka stórir plagíoklasdflar eru beygðir á mjög sérstæðan hátt, eins og þeir hafi orðið fyrir hreyfingu á með- an þeir voru að myndast. Samsetningu þessa bergs má nokkuð ráða af tölu frumsteinda, sem hér segir: Plagíóklas 54,7% Pýroxen 27,4% Ólivín 5,6% Málmur 8,6% Myndbreytt og holufylling 3,7% Taldir voru aðeins 640 punktar í einni þunnsneið. Það er svo lítið að naumast getur talist marktækt, en er ábending þó. JÖKULBERG Skammt norðan við þjóðveginn vestur af Borgarhöfn og beint austur af Fífutjörn, kemur á tveim stöðum norðan við vestra Eibúa fram millilag milli blágrýtislaganna og fæ ég ekki betur séð en að það sé jökulberg, enda þótt það kunni að vera umdeil- anlegt. Annað jökulbergslag kemur fram fremst á fjallinu ofan við bæina í Borgarhöfn, og tel ég uppruna þess vart umdeilanlegan. Það liggur á fag- urlega heflaðri og jökulrispaðri blá- grýtisklöpp, og er mjög greinilegt að hinn rispaði flötur hverfur undir jök- ulbergið. I jökulberginu eru steinar úr blágrýti af mismunandi gerð og útliti, gabbró (2. mynd), liparít og jaspís- molar eru í því og mikið er um rispaða steina líka. Gangur einn um 4 m þykkur nær upp að jökulberginu, en annar þunnur fer upp í gegnum það. Hefur því jökulbergið orðið til milli þess að þessir tveir gangar tróðust inn. Hvort þetta jökulberg er frá sama tíma og jökulbergið, sem fundist hefur á nokkrum stöðum í blágrýtismyndun- 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.