Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 44
1. mynd. Lycoperdon lividum Pers. MJ-1610 frá Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, 1984. A: aldin, B: gró, C: kapilluþræðir. L. lividum from Skjöldólfsstaðir, Jökuldal- ur, 1984. A: fruit body, B: spores, C: capillitium. brúar á Jökuldal. Gróðurfar þessa svæðis einkennist mjög af rjúpnalaufs- móum (Dryas-heiði), en í umræddum skurðbakka voru heilgrös og mosar ríkjandi gróður. Loftslag (veðurfar) á Jökuldal er til- tölulega landrænt. Arsúrkoma líklega um eða undir 500 mm og meðalhita- sveiflan um 13-14° (hafrænustig 20-50 skv. formúlu Kotilainen, sjá Helgi Hallgrímsson 1969), sem er greinilega hagstætt fyrir ýmsa belgsveppi. í næsta nágrenni við fundarstað L. li- vidum fundust einnig Bovista nigres- cens (kerlingareldur, MJ-489), B. plumbea (blýkúla, MJ-485), B. tomen- tosa (melkúla, MJ-490), Calvatia cretacea (mógíma, MJ-491, MJ-1611), C. tatrensis (tatragíma, MJ-492) og Lycoperdon frigidum. Lycoperdon lividum hefur sjaldan verið getið frá mjög norðlægum lönd- um. Þó fann Lange (1948) hana við Syðra-Straumfjörð á Vestur-Græn- landi, og F. E. Eckblad (1971) getur hans frá Finnmörku í nyrsta hluta Noregs. I Naturhistoriska Riksmuseet í Stokkhólmi er einnig sýni frá Norr- botten (Övertorneá, 29. 8. 1954, leg. O. Lönnkvist). Þessir norðlægu fund- arstaðir hafa allir hlutfallslega land- rænt loftslag (2. mynd). I suðurhluta Skandinavíu er tegund þessi algeng á kalkríku þurrlendi inn til landsins og á sandlendi og upp- grónum sandhólum með skeljasands- íblandi við strendurnar. Sunnar í Evr- ópu fylgir hún strönd Atlantshafsins, en er einnig víða í miðhluta álfunnar, á alls konar þurrlendi eða steppu- kenndu landi með kalkgrunni. Sam- kvæmt Sossin (1973) nær útbreiðslu- svæði hennar austur um Síberíu. Á Miðjarðarhafssvæðinu er hún mjög dreifð en hefur sjaldan verið safnað þar (sjá kort hjá Demoulin, 1971). í Ameríku virðist útbreiðsla hennar takmörkuð við þurrksvæðin í vestur- ríkjum Bandaríkjanna (Kaliforníu, Kolorado og Idaho, skv. Demoulin). Lycoperdon lividum tilheyrir þeim hópi belgsveppa, sem hafa mjög víð- lenda útbreiðslu á meginlandssvæðum og stöðum með meginlandskenndu (landrænu) loftslagi. Ásamt með nokkrum jarðstjörnutegundum (Geastrum spp.), stilkbelgsveppum (Tulostoma spp.), Boivista tomentosa (melkúla), Disciseda candida (mold- 98

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.