Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 10
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll að þekkja snigil eftir kuðungnum, er þetta: Stærð kuðungsins, lögun hans, fjöldi snúninganna eða umferðanna, og stundum eru einnig önnur einkenni. Þó er þess að gæta, að ekki tjáir að reiða sig einungis á stærðina, vegna þess, að um ungt, hálfvaxið dýr getur verið að ræða. Mismunandi litur og gagnsæi kuðungsins, munnurinn og ekki sízt rendur hans, geta einnig gefið góðar vís- bendingar. Þegar um kuðungslausa snigla er að ræða, er vanalega bezt að átta sig á legu andopsins á skjaldarröndinni og litnum, en önnur einkenni geta einnig komið til greina. Þetta á allt fyrst og fremst við um þá snigla, sem fundist hafa hér á landi, eða líklegt er að finnist seinna. Annars er bezt að lesa greiningarlykilinn nákvæmlega, í hvert skipti, þegar ákvarða skal einhvern snigil, þangað til maður er alveg viss um að þekkja tegundina. Við skulum nú gera ráð fyrir, að við finnum snigil, sem við höldum að sé brekkusnigill, og ákvörðum hann eftir lyklinum og myndunum. Við lesum þá fyrst efstu línu lykilsins. Þar stendur fremst ,,A“ og neðar í lyklinum kemur annað „A“. Aftan við fyrra A-ið stendur: Snigillinn er kuðungslaus, en aftan við það síðara: Snigillinn hefir kuðung. Það fyrrnefnda á við um snigilinn, sem við höfum fundið, og þess vegna verðum við að leita þess, hver tegundin er, í þeim hluta lykilsins, sem er á eftir fyrra A-inu, en á undan því síðara. Við förum þá að bera saman, það sem sagt er við B-in í fyrri hluta lykilsins. Við fyrra B-ið stendur: Andop- ið, sem er á neðri rönd skjaldarins, hægra megin, er fyrir aftan miðju skjaldarins. Skjöldurinn gáróttur. Við síðara B-ið stendur: Andopið fyrir framan miðju. Skjöldurinn kornóttur. Við lítum nú á dýrið og athugum, hvort af þessu tvennu, það sem stendur við fyrra B-ið, eða það síðara, á við sem lýsing á því. Snigillinn, sem við fundum, hefir gáróttan skjöld, en ekki kornóttan, og auk þess er andopið fyrir aftan miðju, alveg eins og sagt er við fyrra B-ið. Tegundarinnar hlýtur því að vera að leita í lesmáli því, sem kemur á eftir fyrra B-inu, en á undan því síðara. Stöðugt verð- um við að muna, að síðara A-ið og það, sem á eftir því kemur, kemur okkur ekkert við, af því að snigillinn var kuðungslaus. Við förum nú að leita við C-in, sem koma á eftir fyrra B-inu, og ber- um nú saman það, sem stendur við fyrra og síðara C-ið. Ef að nú dýrið, sem við höfum með höndum, er ca. 60 mm á lengd, með dökkum rákum, og slímið, sem úr því smitar, er gult, þá er ekki um að villast, þetta er hlíðasnigill (Limax arborum), sem nefndur er við fyrra C-ið. í fyrsta lagi kemur það, sem þar er sagt, vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.