Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 VlllllllllllllIII11111111111111111III111111111111IIIlllllIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111 heim, sem lýsing á sniglinum, sem við erum með, og í öðru lagi á það, sem stendur við síðara C-ið, ekki við. Aftan við latneska nafnið á hlíðasniglinum stendur I, 1. Það þýðir, að mynd sé af dýrinu á bls. 00, og það sé myndin, sem merkt er með 1. Við ber- um nú myndina saman við dýrið, til þess að fá frekari staðfest- ingu, og lítum um leið á hinar myndirnar, til þess að sjá hvort ske kynni, að rangt væri ákvarðað. Eg vona nú að þær leiðbeiningar, sem gefnar hafa verið, full- nægi hverjum þeim, sem vill vita deili á þeim tegundum land- .snigla, sem hann kann að finna hér á landi. Þá er aðeins eftir það viðfangsefni, hvar á að leita sniglanna og hvernig á að hirða þá? Snigla er víða að finna. T. d. undir röku laufi í skógum, í mosa, í hraungjótum, allsstaðar þar, sem ekki er of mikil birta og helzt nægilegur raki. Bezt er að finna snigla þegar jörð er vot, en þeir eru sjaldnast á opnum vettvangi, þeirra verður að leita. Sniglana ■er bezt að geyma, þangað til heim kemur, í jafnvíðum glösum (Reagensglösum), en helzt verður að hafa hvern snigil út af fyrir sig, því að margir sniglar eru skæð rándýr, sem eta bræður sína og frændur. Þegar um er að ræða snigla með kuðung, er nóg að hirða kuðunginn, ef ætlunin er að koma sér upp safni, til þess .að þekkja tegundirnar. Bezt er þá að bregða dýrunum niður í sjóðandi vatn, þau deyja þá á augabragði, og má draga líkamann At með töng. En fara verður mjög gætilega að, til þess að brjóta ekki né skerða rendur kuðungsins, því að það er aðalatriði að halda þeim heilum, til þess að kuðungurinn sé fullkominn og til þess að tegundin verði ákvörðuð með fullri vissu. Kuðungana má .svo geyma í eldspítustokkum, en í hvern stokk verður að láta miða með nafni þeirrar tegundar, sem þar er geymd, helzt bæði á ís- lenzku og latínu, en á miðann verður einnig að skrifa fundarstað- inn, og taka fram, á hvers konar gróðurlendi tegundin fannst <t. d. í mosa, á lækjarbakka, o. s. frv.). Einnig verður að skrifa .á seðilinn mánaðardag og ár, þegar snigillinn fannst. Kuðungs- lausu sniglana er bezt að drepa með því að láta þá í vel soðið (súr- efnislaust) en kalt vatn og láta þá vera þar á dimmum stað í sólarhring. Strax þegar þeir koma í vatnið deyfast þeir og ltafna svo, án þess að komast til „meðvitundar“. Síðan má taka þá upp •og ákvarða þá, en geyma síðan í 4 % formalíni, í jafnvíðu glasi. 1 glasið verður að láta miða með öllum upplýsingum og nafni dýrsins. Á miðann verður að skrifa með blýanti (ekki með bleki eða blekblýanti).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.