Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 59 iiilimiimilllli::iillilimiliillillilllliiimiiliiliiliiliiiiiliillillllliliiliililliliiiiiiiiilliliiililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiitt Athyglisverð tilraunastarfsemi. Síðastliðið sumar barst mér í hendur bréf frá Rússlandi, rit- nð á alþjóðamálinu Esperanto. Bréf þetta fjallar um eftirtektar- verðar kynbótatilraunir, sem gerðar hafa verið á plöntum, og er rússneskur maður, að nafni J. V. Mitschurin, brautryðjandi þess- arar tilraunastarfsemi. Hann er nú áttræður. í 60 ár hefir hann unnið að tilraunum sínum með óþreytandi elju. Og svo góðum árangri hefir hann náð' að rússneska þjóðin mun aldrei geta þakk- að honum að verðleikum. Þar sem eg hygg, að ýmsir af lesendum Náttúrufræðingsins hafi ekki heyrt getið þessa manns, hefi eg þýtt til birtingar þá kafla úr bréfinu, sem mestu máli skipta, og fara þeir hér á eftir. „--------J. V. Mitschurin er fæddur í Rússlandi árið 1854 í Rjazan-fylki. Að loknu menntaskólanámi í bænum Rjazan varð hann vegna efnaskorts foreldra sinna að hætta við háskólanám og settist að í smábænum Kozlov (sem nú heitir Mitschurinsk) í Tamboo-fylki. Næstu 12 árin starfaði Mitschurin þar sem aðstoðarmaður stöðvarstjórans við járnbrautarstöðina, en jafnframt því stund- aði hann úrsmíði. Kozlov liggur á 53° n. br. og á 40° a. 1. Vetur eru þar kald- ir; meðalhiti í janúar er — 11 stig, og stöku sinnum kemst frost- ið upp í 38° á Celsíus. I hinu ómilda loftslagi í Kozlov uxu aðeins verðlítil epli, kirsiber, perur og nokkrar tegundir berjaplantna. Mitschurin unni garðrækt þegar í æsku, og eftir að hann varð starfsmaður við járnbrautina, notaði hann tómstundir sínar og peninga, til þess að reyna að rækta aldintré umhverfis húsin í bænum. Eftir að Mitschurin varð þess áskynja, hve garðræktin í Kozlov og öllum miðhéruðum Rússlands var á lágu stigi, tók hann þá föstu ákvörðun að reyna að kynbæta aldintrén. Fyrir þá sök lét hann starf sitt af hendi við bæinn Kozlov, og einsetti sér að helga líf sitt aldintrjáræktinni. ---------Mitschurin reyndi fyrst ýmsar aðferðir, til þess að koma hugsjón sinni í framkvæmd, en tilraunir hans báru ekki fullnægjandi árangur’ fyrr en hann byrjaði á því að æxla saman tegundirnar og gerði hann það í stórum stíl. Með samæxlun suðrænna aldintrjáa og skyldra, innlendra,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.