Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 16
60 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111IIIII111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,11111,11111,111111111111111111H k kuldaþolinna tegunda, tókst Mitschurin að framleiða 300 nýjar, mismunandi plöntutegundir. Af þessum 300 tegundum eru 122 þeirra ræktaðar í görðum víðsvegar um landið. Sem dæmí má nefna 37 eplateg., 14 peruteg., 15 kirsuberjateg., 9 sveskjuteg., 3 apríkósuteg., 2 sætkirsuberjateg- (Prunus avium), 8 vínberja- teg., 2 möndluteg., 2 ribsberjateg., 3 hindberjateg., 1 hrútaberja- teg., 5 reyniberjateg., 2 stöngulberjateg., 2 cidoníuteg., og 10 aðrar ónefndar nytjaplöntur eru ræktaðar í stórum stíl, bæði innanlands og utan. Við framleiðslu bastarðanna notaði Mitschurin tegundir frá ýmsum löndum. f görðum hans vaxa nú plöntur frá Japam Kína, Usona, Kanada, Frakklandi, ftalíu, Tyrklandi, Persíu o. fl. löndum. Hefir Mitschurin tekizt að æxla saman furðu fjærskyldar teg- undir, svo sem peru- og reynitré, þorstatré (Rhamnus frangula) og kirsuberjatré, apríkósutré og plómutré, hindberja- og hrúta- berjaplöntu o. fl. -------------Árið 1931 var settur á fót garðyrkjuskóli í Mits- churinsk (Kozlov) og eru þar nú 500 manns við nám. Sama ár var stofnaður þar vísindaskóli og starfa þar nú 110 menntaðir sérfræðingar og garðyrkjumenn. í nánd við bæinn hefir tilrauna- stöð verið starfrækt í 12 ár og fer þar fram úrval tegundanna með mikilli nákvæmni. í sambandi við stöðina eru rannsóknar- deildir fyrir lífeðlisfræði, kynfræði, eðlisfræði, efnafræði og frumufræði- Umhverfis bæinn vaxa nú hinar arðvænlegu kynbótategundir Mitschurins á 2700 hektara landspildu. — — •— Þær eru nú dreifðar orðnar um 3500 staði norðlægari landa, þola frost og gefa verðmæta uppskeru“. Téðar upplýsingar eru gefnar af einkaritara J. V. Mitschurins og ætti það að vera sæmileg trygging íyrir því, að hér sé farið með rétt mál. Eg álít að íslenzk tilraunastarfsemi ætti ekki að láta undir höfuð leggjast að reyna að færa sér í nyt þá þekkingu og reynslu, sem þessi vel'gerðarmaður hefir látið heiminum í té. Enda þótt ekki verði staðhæft um það, meðan engin er reynslan, hvort teg- undir frá Mitschurinsk geti dafnað við íslenzk náttúruskilyrði, þá er hér fordæmi að minnsta kosti, sem áhugasamir íslenzkir til- raunamenn ættu ekki að loka augunum fyrir. Hver veit nema Island eigi þá framtíð fyrir höndum’ að ala nýjar tegundir aldintrjáa þjóð sinni til gagns og sæmdar. En svo

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.