Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 20
€4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN flmiiiiimiiimiiiimiiiiiimmiiiiiiiiiimmiiiiiiiimimmimiimiiimiimiiiimiimiiiiimimmiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmii Birkiskógurinn í Tunguöxl. Tunguöxl skilur Bleiksmýrardal frá þeirri álmu Fnjóska- dals, er innar skiftist síðan í Hjaltadal og Timburvalladal. Öxlin ■er allbrött ofan til, en er n.eðar dregur kemur meiri fláhalli og við hlíðaræturnar austan megin er þyrping hárra hóla með djúp- um kötlum eða dældum á milli. Hingað og þangað um katlana og upp eftir fjallshlíðinni vaxa birkikjörr. Að vísu eru þau fremur lágvaxin og kræklótt víða, en þó eru þarna líka til mynd- arlegir runnar, bæði hvað hæð og beinan vöxt snertir. Skógar- leifar þessar, sem að mestu leyti tilheyra jörðinni Tungu, hafa fram að síðustu árum verið allvel friðaðar. Hvort svo er enn veit eg eigi um, nú sem stendur. En víst er það, að kjörrin liggja mjög nærri tveim bæjum, sem mikils eldsneytis þarfnast, og er stytzt leið í katlana. Þó er þess óskandi, að á þau verði eigi ráð- ist, því að bæði er ógæfusamt að eyða því, sem ungt grær, og ósmekklegt að fótum troða fegurð og skraut jarðarinnar. Birkiskóginn í Tunguöxl ætti að friða með öllu og girða af. Landslags vegna og ýmsra annara kosta mætti þar stofna gróðr- arstöð, fyrst og fremst fyrir íslenzk birkitré. Þar ætti að gróðursetja beinvöxnustu hríslur og sprota, sem völ væri á, og mynda þannig hinn fegursta skóg. Einnig væri tilvalið að gera þarna tilraunir með ýmsar aðrar norrænar trjátegundir. Ætti aftur á móti að stunda rækt suðrænna jurta, yrði til þess að byggja vermihús og fá rafmagn til þeirra.Og þarna yrði það nokkuð dýrt. Eina leiðin til þeirrar útvegunar er sú, að taka uppsprettu svonefndrar Fossár, sem er nokkuð langt inni á Tunguaxlarfjallinu, og leiða hana norður fjallið, unz hún félli í fossi fram af öxlinni. Yrði að gera ýmsar stíflur og hleðslur, áður en því marki væri náð, og myndi það alltaf kosta sína peninga, en er hins vegar, verkfræðilega, vinnandi vegur. Sigurður Draumland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.