Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIHIIH,11,11!,,11,1 fuglarnir anda með, lungu spendýranna, lungun í okkur, er ekk- ert annað en ummyndaður sundmagi. Um leið og áramilljónirnar hafa gert spendýr úr fiski, hafa þær meðal annars breytt sund- maganum í lungu! Annars er enginn efi á því, að lungnafiskarnir eru fiskar, þeir eru náskyldir gljáfiskunum. (Sjá: „Styrjan og ættingjar hennar, gljáfiskarnir“, Náttúrufr. I, bls. 87). Lungnafiskarnir hafa á dásamlegan hátt lagt undir sig tvö ríki, vatnið og landið. En ekki að ástæðulausu, því að til þessara landvinninga hafa þeir verið knúðir. Þeir eiga nefnilega heima í lækjum í hitabeltislöndum Afríku, Ameríku og Ástralíu, lækjum, sem þorna upp í þurkatímum, svo að ekkert verður eftir nema leirinn á botninum. Til þess að fiskur geti lifað í slíku umhverfi, verður hann að vera búinn sérstökum líffærum, sem aðrir fiskar hafa ekki, hann verður að geta andað í lofti, en einmitt þessi þörf hefir skapað lungu úr sundblöðrunni. Lungnafiskarnir eru stór- ir, geta orðið allt að því tíu kíló að þyngd, og þess vegna skyldi maður ætla, að þeir ættu erfitt með að hreyfa sig í leðjunni, sem eftir verður þar sem áin var, en til þess að bæta úr því getur lík- aminn engst eins og slanga, og eyruggarnir og kviðaruggarnir eru orðnir mjög ólíkir vanalegum fiskuggum, ýmist eins og gild- ur þráður eða breiðir spaðar. Sá fyrsti, sem leiddi lungnafiskana inn í dýrafræðina, var austurríski náttúrufræðingurinn Natterer. Hann kom með tvo lungnafiska til Evrópu, þá hafði hann fundið nálægt Amazon- fljótinu í Suður-Ameríku. Sá lungnafiskur, sem þar á heima (Lepidosiren paradoxus), er nærri því hálfur annar metri á lengd, og sagt er að hann geti skrækt eins og köttur. Enginn annar lungnafiskur á heima í Ameríku, og þessi er mjög sjaldgæfur, en þess vegna eru lifnaðarhættir hans, enn sem komið er, mjög lítt kunnir. Hann á helzt heima í flóum og fenjum í heitustu lönd- um Suður-Ameríku, en er þó einnig í sjálfu Amazon-fljótinu, og í ám þeim, sem í það renna, og í Paraguy-ánni. í þurkatíðinni þornar heimkynnið víða alveg, og þá legst hann í dvala, þangað til regnið byrjar á ný, en lungun gera honum kleift að þola þennan þyrnirósasvefn. Aðalfæða hans er risavaxinn snigill (Ampullaria gigas), sem þarna á heima, en á unga aldri etur hann einnig talsvert af jurtafæðu. Bezt líður honum þegar rigningartíminn stendur sem hæst, þá etur hann allt, sem af tekur, og safnar fitu undir „vetur heitu landanna", þurkatíminn. Fjendur á hann fáa,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.