Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 <miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui sem festast í honum. Enda er það engin smáræðis skepna, hann getur vegið allt að því tíu kíló og nálgast tvo metra á lengd. Afríku-lungnafiskur (Protopterus) Lungnafiskur þessi gefur frá sér alleinkennilegt hljóð, líkt og snögga stunu. Þetta verður þegar hann kemur upp á yfirborðið til þess að tæma lungað lofti — hann hefir aðeins eitt lunga — og fylla það á ný“. Þriðja tegundin af lungnafiskum á heima í Afríku. Á síðustu árum hafa fiskifræðingar reyndar viljað aðgreina lungnafiskana í Afríku (Protopterus annectens) í tvær tegundir, en þær eru þá, ef þær eru tvær, að minnsta kosti náskyldar. Afríku-lungnafiskur- inn á heima í ánum Senegal og Hvítu Níl til norðurs, að Kongo og Sambesí-á til suðurs, og er víða mjög algengur. í lifnaðarhátt- um er hann mjög líkur Ástralíu-lungnafiskunum, en heldur fjör- ugri, og alls ekkert lamb að leika sér við fyrir þá, sem þurfa að hafast við í sama heimkynni og hann. Hann er nefnilega rándýr og etur allt, sem tönn á festir, hvort heldur það er kjötbiti, sem til hans er kastað, eða aðrir fiskar, ef til vill miklu stærri, sem verða honum að bráð. Á þurkatímum liggur hann í dvala eins og Suður-Ameríku-lungnafiskurinn. Lungnafiskarnir eru yfirleitt taldir góður matur, einkum sá, sem er í Ástralíu. Hann er rauður á fiskinn og er oft nefndur Bernett-lax. Bæði svertingjum og hvítum mönnum þykir hann mesti herramannsmatur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.