Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79>
tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin*
eins og- sjá má meðal annars í ritum Plutarchs. Hann segir mjög
skemmtilega frá því, að maður nokkur ól tvo jafngamla bræðra-
hvolpa upp við mismunandi kjör. Annar hvolpurinn var vaninn
við veiðiskap og varð að áköfum veiðihundi, en hinn var vaninn á
náðir og gnægð matar, og skipti hann sér ekkert af hérum, rott-
um eða öðrum dýrum, sem bróðurnum var fengur í, þótt þau
træðu honum um tær.
Merkilegustu skoðanir Forngrikkja á ættgengi koma þó fram
hjá Aristóteles, sem var einn af allra frægustu vísindamönnum og'
spekingum fornaldarinnar. Rit hans um stjórnmál, heimspeki og
almenna náttúrufræði hafa verið mjög mikið lesin, en það, sem
hann skrifaði um ættgengi og viðkomu dýranna, hefir náð miklu
minni útbreiðslu, enda þótt ritið sé stórmerkilegt. Kjarninn í rit-
inu, sem hann kallar: „De generatione animalium“, sem þýðir:
„Um viðkomu dýranna“, er í stuttu máli þessi:
„Frjóefni mannsins er myndað úr blóði, og er eins konar
göfgað blóð. Það sameinast ýmsum efnum í líkama konunnar, tek-
ur þar í sig næringu, vex og verður að fóstri. Þegar frjóefnið,
ásamt efnum þeim, sem hafa blandazt því, vex, ummyndast það á
ýmsan hátt, og verður að líkama fóstursins. Þó breytist ekki allt
frjóefnið, heldur helzt nokkuð af því óbreytt, og verður að frjó-
efni fóstursins, þegar það vex og nær þroska“.
Aristoteles heldur því með öðrum orðum fram, að frjóefni son-
arins sé beint áframhald af frjóefni föðurins, og egg dótturinnar
sé beint áframhald af eggjum móðurinnar. Þessi skoðun kemur
mjög í bága við kenningar Hippokratesar, sem taldi frjóefnið
myndast í öllum líkamshlutum. Á þessu sviði hefir Aristóteles-
mikla yfirburði yfir Hippokrates. En þó var kenningu Aristótel-
esar lítill gaumur gefinn, en skoðunum Hippókratesar haldið í
heiðri, þangað til rannsóknir nútímans á ættgengi leiddu það í
ljós, að Aristóteles hafði því nær alveg rétt fyrir sér.
Eftir að blómaöld Forngrikkja leið undir lok, var litlu eða
engu bætt við þekkingu á ættgengi. Öðru nær. Kenningar Grikkja
voru á ýmsan hátt afskræmdar og ranghermdar, og mikið af þeim
gleymdist. Ættgengisfræðin lá nú í dái í nærfellt tvö þúsund ái\
og lifnaði fyrst við aftur í byrjun nítjándu aldar. Þá voru vísindin
að ryðja sér til rúms á öllum sviðum, enda var þá farið að leggja
sérstaka áherzlu á að mæla og vega allt, sem rannsakað var, þar
sem hægt var að koma því við, í stað þess að brjóta heilann um.