Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 'aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiimiiiimmimiiiiiiimiiimiiiimiiiimimmiiiiiimimiimiiimiimiiiiiiiiiiiiiiii «r nefnilega einn fjórði hlutinn hvítblóma, en þrír fjórðu hlutar rauðblóma. Allt þetta sýnir, að þegar eiginleikinn „rautt blóm“ og •eiginleikinn „hvítt blóm“ blandast saman, yfirgnæfir rauði eigin- leikinn þann hvíta, svo að jurtin verður rauðblóma. En eiginleik- inn hvítt blóm tapast þó ekki, þótt hann virðist vera horfinn, held- ur lifir hulinn í eðli plöntunnar. Fræflar plöntunnar mynda nú tvenns konar frjókorn, nefnilega fjórkorn með rauðu eiginleik- unum, og frjókorn með hvítu eiginleikunum. Alveg á sama hátt mynda frævurnar tvenns konar egg, egg með rauðum og egg með hvítum eiginleikum. Til þess að stytta málið, getum við sagt hvít eða rauð egg, hvít eða rauð frjókorn, þótt hér sé í sjálfu sér átt við eiginleika en ekki lit. Fari nú æxlun eða sjálfsfrjóvgun fram, •eru til fjórir möguleikar, nefnilega þessir: 1. Ef rautt frjókorn frjóvgar rautt egg, verður útkoman rauð- blóma planta. 2. Ef rautt frjókorn frjóvgar hvítt egg, verður afkvæmið einn- ig rauðblóma, því rauði liturinn er sterkari en sá hvíti, eins og við höfum séð áður. .3. Ef hvítt frjókorn frjóvgar rautt egg, verður afkvæmið einn- ig rauðblóma, af sömu ástæðu. 4. Þá er fjórði möguleikinn, að hvítt frjókorn frjóvgi hvítt egg, og þá verður plantan auðvitað hvítblóma. Eða með öðrum orðum, einn fjórði hlutinn af afkvæminu, af •bðrum ættlegg, verður hvítblóma, en hinir þrír fjórðu hlutarnir rauðblóma. Að þessari stórmerltu niðurstöðu komst Mendel, og þetta er í rauninni stafróf ættgengisfræðinnar. Þrátt fyrir hinar ágætu tilraunir og hugvit Mendels, gleymd- ist þó nafn hans og starf von bráðar, enda veitti samtími hans honum litla eftirtekt. Síðan um og eftir síðustu aldamót, hafa rannsóknir á ætt- gengi færzt stórlega 1 vöxt. Lífsstarf Mendels er grafið upp úr gleymskunni, og margir frægir vísindamenn hafa starfað af kappi á þessu sviði. Sérstaklega hafa Bandaríkjamenn, Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar og Danir lagt drjúgan skerf af mörkum. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.