Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 38
82 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 ii i ii i ii i ii i ii i ii i ii i ii i ii 1111111 ii 111111 ii 1111 ii 111111111 ■ 1111111111111111 ii 111111111111 ■ 1111111111 ii 111111111111IM111111 ii 111111111111111111111111M11111 ir> II. Sellan og ættgengið. Ef við lítum á ósköp litla sneið úr húð mannsins í smásjá,. sjáum við, að hún er gerð úr fjöldamörgum örsmáum ögnum, sem liggja þétt hver við aðra, eins og steinar í vegg. Rannsökum vi& húð af einhverju dýri á sama hátt, eða eitthvað annað líffæri, úr manni, dýri eða plöntu, komumst við að alveg sömu niðurstöðu.. Þessar litlu agnir, sem við köllum sellur, eru frumeiningar í líkama allra lifandi vera. Allur líkami einföldustu dýra og einföldustu plantna, sem til eru, nefnilega frumdýranna og frumplantnanna, er aðeins ein ein- asta sella. Annars hafa dýrin og plönturnar vanalega margar milljónir af sellum í líkama sínum. Sellurnar eru æði mismunandi að lögun og gerð, eftir því, hvort er að ræða um dýra- eða plöntu- sellu, eða eftir því, úr hvaða líffæri sellan er. En þrátt fyrir það eru mörg einkenni sameiginleg öllum sellum, og þessi einkenni sýna greinilega að sellan er eining, sem hefir breytt lögun sinni á ýmsan hátt, eftir þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar. Sell- urnar verða, eins og einstaklingarnir í mannfélaginu, að sníða sér stakk eftir vexti, og ummyndast á ýmsan hátt, eftir því lífsstarfi, sem þeim er falið. Um lögun og gerð sellunnar, eins og hún er almennt, skal þetta tekið fram. Lögun sellunnar er mjög mismunandi, oftast- nær er sellan hnöttótt eða köntuð. Utan um hana er oft hýði, seliu- hýðið, sérstaklega hjá plöntunum. Á milli sellnanna myndast oft. ýmis efni, sem vanalegast hafa síast út úr yfirborði sellnanna. I flestum sellum er vanalega hnöttóttur eða egglaga líkami, sem nefnist sellukjarni, en hinn hluti sellunnar, sem er utan um kjarn- ann, nefnist prótóplasma, eða með styttra orði plasma. Sellan. greinist þannig í tvo meginhluta, selluplasmað, og sellukjarnann. Selluplasmað er meira eða minna kvoðukenndur vökvi. f því er mikið af þráðum, plasmaþráðum, en á milli þráðanna er hinn umgetni vökvi, plasmavölcvinn. Margir hafa haldið því fram, að plasmaþræðirnir væru sameinaðir sín á milli, og mynduðu net; en ekki er víst, hvort það er rétt. I plasmanu eru oft örsmáar holur, fullar af vatnskenndu efni, í því eru einnig korn, og enn- fremur vanalega einn eða tveir fastir líkamar, sem nefnast skaut- agnirnar. Skautagnirnar er oft erfitt að sjá, jafnvel með mestu stækkunum, nema þegar sellan er að skipta sér í tvennt. Sellukjarninn er vanalega í miðri sellunni. Umhverfis hann.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.