Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 iiimiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiimmiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Hin flókna selluskipting er eins hjá plöntum og dýrum, í öllum aðal- atriðum. Sella sú, sem hér er sýnd á 16 stigum skiptingarinnar, er úr plöntu- rót. 1 er sella, eins og' hún er, áður en skipting- byrjar. Þar sést plasmað (c), kjarnahýðið (w), kjarninn (n) og kjarnalíkaminn (nl). 2—5 sýna fyrstu stig skiptingarinnar, þar eru litþræðirnir (Chromosomarnir, ch) að myndast. Á 6 eru litþræðirnir fullgerðir, og eru að klofna að endilöngu í tvo. Á 7—8 eru þeir að fullu klofnir, en eru að styttast. Nú myndast hin svonefndu „skaut“ (k). Á 9—10 eru litþræðirnir að raðast í sama flöt í miðju sell- unnar, en frá skautunum ganga til þeirra þræðir, skautþinirnir, þannig að annar helmingur hinna upprunalegu litþráða kemst í samband við annað skautið, en hinn í samband við hitt. í 11—13 eru helmingarnir að dragast að skautunum, og þá koma í ljós miðþinirnir (v), sem sameina þá. í 13 sést, að farið er að myndast þykkni á alla miðþinina miðja. Á 14—16 sést það tvennt, að við skautin myndast kjarnahýði um hina nýju litþræði, þeir mynda stofninn í nýjum kjörnum, með nýjum kjarnalíkömum, og að sellan skiptist í tvennt í miðju (m), þannig að fram koma tvær nýjar sellur. (Strasburger).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.