Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 44
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUII^ Árangur íslenzkra fuglamerkinga. VIII. Innanlands hafa náSst: Rauðhöf ðaönd (Mareca penelojie). Önd þessi hafði ver- ið merkt á unga-aldri, í Víðikeri í Bárðardal, þ. 7. ágúst 1933.. Þann 3. júní s. 1. fannst hræ hennar all-nýlegt, í Stóra-Ási á Mý- vatnsheiði, hefir hún líklega orðið fálka að bráð. Álft (Cygnus cygnus islandicus). Merkt (1/76) hjá Berja- nesi í Landeyjum, í Rangárvallasýslu, þ. 8. september 193J). Var hún þá ungi og orðin hálf-fleyg. Náðist „í sárum“, illa fleyg, á Hópinu hjá Refsteinsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, þ. 1. sept- ember s. 1., og var sleppt aftur þegar búið var að lesa númerið af merkihringnum. — Var önnur álft, sem einnig var merkt, í för með þessari, en náðist ekki. Eru líkur til, að þetta hafi verið syst- kini, því í fyrra sumar, voru þrír álftarungar úr sama hreiðri,. merktir samdægurs í Berjanesi, og er merkið 1/76, þaðan. Erlendis hefir spurzt um: Urtönd (Querquedula crecca crecca). Merkt (5/45), þ. 31. júlí 1933, hjá Grímsstöðum við Mývatn. Var hún þá ungi. Skotin fyrripartinn í maí 1934, hjá Frederiksdal á Suður Grænlandi. Þetta reyndist vera kvenfugl. Urtönd (Querquedula c. crecca). Ungi, merktur (5/346) hjá Sauðárkróki, þ. 3. ágúst 193J). Skotin í ágúst (líklega fyrri- partinn) 1935, í Cullybackey, Co. Antrim, á Norður írlandi. Þessi. önd hefir að öllum líkindum dvalizt erlendis síðan í fyrra haust. D ug g ö n d (Nyroca m. marilla). ? Merkt (3/43) fullorðin,. á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. U\. júní 1933. Skotin seint í janúar 1935, hjá Penestin í Bretagne á Frakklandi. Tjaldur (Hæmatopus ostralegus subsp.?), juv. Merktur (4/447) á Kollaleiru í Reyðarfirði, þ. 19. júlí 193J). Fannst dauður hjá Saundersfoot, skammt frá Tenby í Pembrokeshire, Wales, þ., 21. apríl 1935. R i t a (Rissa t. tridactyla). Merkt (5/683) fullorðin, í Reykja- vík, þ. 5. júlí 1934. Skotin í Sandvík á Suðurey í Færeyjum, þann. 28. maí 1935. M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.