Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 93 siiiiiiifiiiituiNiiiiimiiiiiiiMiiinimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiitimiiiiMiMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMiiiMiiiimmiiiiMiiiiiiimiiHi Thorkell Thorkelsson: Frequency Distribution of Macroseisms at Reykjavík, since 1800. Höfundurinn birtir hér mjög fróðlega skýrslu yfir jarðskjálfta, sem fundizt hafa í Reykjavík á tímabilinu frá 1800—1934. Bendir hann á, að jarðskjálftar hafi farið hér nokkuð í vöxt á síðari árum, enda þótt enginn þeirra hafi gert neitt verulegt tjón. ‘ ‘ Sami: In Shore-Lines in Iceland and Isostasy. Höf. segir frá athugunum sinum á íslenzku strandlinunni, og þeim breytingum, sem hún hefir tekið síðan eftir ísöld. Styðst hann einkum við athuganir, sem hann hefir gert i nágrenni Akureyrar og Reykjavíkur. Bend- ir hann á það, að mikið verk sé ennþá eftir óunnið, þangað til fullur skiln- ingur sé fenginn á þessu atriði. Sami: A Fossiliferous Interglacial Layer at ElliSaárvogur, Reykjavík. Höfundurinn hefir rannsakað steingerfinga í ísaldarlögum í Háu- bökkum við vestanverðan Elliðaárvog. Lögin eru mynduð í vatni, og telur höfundurinn 6 tegundir blómplantna, sem ákvarðaðar hafa verið með vissu, og eitthvað 7 tegundir af bjöllum. Steindór Steindórsson: Contributions to the Plant-Geography and Flora of Iceland. Höfundurinn segir frá rannsóknum þeim, sem hann gerði á gróðri við Hlíð í Skaptártungum sumarið 1931. Voru þœr rannsóknir áframhald af rannsóknum höf. við Ásólfsstaði í Þjórsárdal nokkru fyrr, en um þær hefir hann birt ritgerð í einu af ritum Vísindafélagsins. Auk þessara ritgjörða, sem birzt hafa í „Greinir I, 1“, mó telja þessi rit: Bjarni Sæmundsson: Fiskirannsóknir 1933------1934. Andvari 1935. Höfundurinn ritar um þrjár arkir um rannsóknir sínar á tveimur síð- ustu árum. Fyrst minnist hann prófessors Schmidts, sem verið hafði sam- verkamaður hans siðan um aldamót. Þá getur hann um ritgerðir þær, sem hann hefir skrifað á þessum tíma um fiskirannsóknir, en loks kemur slcýrsla um rannsóknirnar sjálfar og útkomu þeirra. Paul de Kruif: BakteríuveiSar. Bogi Ólafsson yfirkennari þýddi. Af mörgum bókum, sem ritaðar hafa verið á siðari árum um náttúru- fræði og læknavísindi fyrir alþýðu manna, er þessi einhver sú bezta, og hefir sá maður unnið þrekvirki, sem hana samdi. Nú hefir Þjóðvinafélagið látið snúa henni á íslenzku, og má segja, að vel hafi tekizt um valið á bókinni, sem þýða skyldi, og þýðandanum, hr. Boga Ólafssyni. Bókin er hin skemmtilegasta til lesturs, og efnið eitthvert það mei'kasta, sem manns- andinn hefir glímt við: landkönnun í hinum ósýnilega heimi frumdýra og frumplantna, leitin að vinum til samvinnu og féndum til hefnda. Frá- gangur bókarinnar er góður, nema helzt ef vera skyldi pappírinn, og hún er prýdd myndum af mörgum helztu frömuðum ,,smásjárvinnunnar“, af

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.