Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 51
NATTURUFRÆÐINGURINN 95 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIK; Samtíningur. Aldur jarðinnar er talinn ..................... 2.000.000.000 ár. Aldur lífsins á jörðunni......................... 300.000.000 — Aldur mannkynsins.................................... 300.000 — Aldur stjörnufræðinnar ................................ 3.000 — Aldur stjörnukíkisins ................................... 300 — Tunglið fer með 1000 metra hraða á sekúndu á braut sinni kringum jörðina. Eitt af frumefnum jarðarinnar heitir úraníum. Það er eitt af hinum geislamögnuðu (radioaktivu) efnum. Ut frá því streyma meðal annars svo- nefndir gamma-geislar, en við það eyðist efnið og breytist, svo að eftir- verður frumefnið helíum og blý. Breytingin er þessi: 0.8653 gr. af blýi, 0.1345 gr. af helíum, og 0.0002 gr. af geislum myndast úr 1.0000 gr. af úranium. Öll spendýr hafa 7, og aðeins 7, hálsliði (sárfáar undantekningar). Þannig hafa hvalirnir, sem eru hálslausir, 7 hálsliði, minnstu dýr, eins og t. d. mýsnar, einnig, og hálslengstu dýr, eins og gíraffinn, aðeins 7. Þetta, meðal annars, bendir á sameiginlegan uppruna, og skyldleika. Þegar úraníum breytist i blý, við geislun. er breytingin svo hægfara, að. eitt gr. af úrtníum þarf: 100 ár til þess að verða að 0.985 gr. af úraníi og 0.013 gr. af blýi 1000 ár til þess að verða að 0.865 gr. af úraníi og 0.113 gr. af blýi 2000 ár til þess að verða að 0.747 gr. af úraníi og 0.219 gr. af blýi 3000 ár til þess að verða að 0.646 gr. af úranii og 0.306 gr. af blýi Dagurinn á Marz er mjög líkur degi jarðarinnar að lengd, aðeins rúm- um hálftíma lengri. En Marz er miklu kaldari en jörðin. Heitustu dagar þar við miðjarðarlínu eru varla mikið yfir 10° C, og þá má geta nærri hvernig hitinn er, þegar dregur nær heimskautunum. Á hverju augnabliki missir sólin óhemju af orku út í geiminn. Eðlis- fræðingar síðustu tima hafa komizt að raun um, að orkan hefir þunga, líkt og efnið (sbr. það, sem sagt er um úranium). Sólin léttist við orkutapið.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.