Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17
.IIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiillllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
útskýra hér. Við þurfum að finna stærð, sem við köllum a, úr
jöfnunni a = Ým x2 + m 22, þar sem mi og m2 eru meðalskekkjurn-
ar á hryggjarliðaf jölda murtu og bleikju, eða + 0.03 og + 0.05.
Með útreikningnum finnum við, að a = O.Ob. Nú finnum við
Mi-í-M2 0.34
næst töluna x = ---------------------- = ---------- = 5.67. Þar sem Mi er meðal-
a 0.06
hr.fj. murtunnar = 63.09 og M2 meðal-hr.fj. stórbleikjunnar =
62.75 og þar af leiðandi Mx -r- M2 = 63.09 — 62.75 = 0.34. Það
takmark, sem við stefnum að, þegar við erum að rannsaka hvort
tveir fiskstofnar séu sjálfstæðar, aðgreindar einingar eða ekki,
með þeim aðferðum, sem hér hefir verið beitt, er í raun og veru
aðeins það, að finna töluna x, sem reyndist að vera 5.67 hér hjá
okkur, þegar var að ræða um 1356 murtur annars vegar og 203
stórbleikjur hins vegar, með þeim meðalhryggjarliðaf jölda, og þeim
meðalskekkjum, sem við fundum. Eg get ekki lýst því hér, hvernig
menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, en það er óhrekjandi stað-
reynd, að ef talan x er minni en 3, þá er ekki hægt með vissu að
aðgreina þá fiskstofna, sem um er að ræða, og þeim mun fjær er
maður því marki að geta aðgreint þá, sem talan er minni. Annað
mál er það, að tveir fiskstofnar þurfa ekki að vera sama afbrigðið,
þótt x sé minna en þrír, þ. e. þótt þeir verði ekki aðgreindir, af því
að neikvæð sönnun er í því tilfelli sama og engin sönnun. Sé talan
x á hinn bóginn 3 eða stærri, þá er loku fyrir það skotið, að um
sé að ræða sama afbrigðið, þá eru afbrigðin tvö, og sjálfstæð.
Hjá okkur er talan x miklu stærri en þrír, eða, 5.67, og þar með
er það sannað, að murtan er sérstakt afbrigði, en ekki ung bleikja.
Nú viljum við bera saman murtuna annars vegar og smábleikj-
una hins vegar, alveg eins og við höfum borið saman murtu og
stórbleikju. Því miður hafa aðeins verið taldir hryggjarliðir í 24
smábleikjum, en það er þó nóg til þess að sýna, að nærri eins
mikið djúp er staðfest á milli murtunnar og smábleikjunnar, eins
og á milli murtu og stórbleikju, því út úr þessum samanburði fá-
um við það, að talan X er 5.15. Það er þó eftirtektarvert, að mun-
urinn á murtu og smábleikju er ekki alveg eins mikill eins og mun-
urinn á murtu og stórbleikju, og gæti það ef til vill stafað af því,
að þótt ekki nema ein af smábleikjunum væri murta, sem strax
minnkaði biiið á milli murtunnar og smábleikjunnar.
Við tökum nú sérstaklega fyrir þann hluta murtunnar, sem ekki
er kynþroska, þ. e. á kynþroskastiginu I—III, en sá hluti nemur
2