Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 sólskin og hressandi norðvestan gola. Ég fór út í góða veðrið kl. 11 og lagðist niður í heydyngju. Þegar ég hafði legið þarna um hríð, fann ég einkennilegan kláðafiðring í andliti og á höndum. Þetta voru þá litlar köngurlær, sem skriðu þarna um, flestar af ættinni Linyphiidae (einnig til hér á landi). Ég skildi brátt hvað köngurlærnar höfðu í hyggju og rétti þess vegna upp aðra höndina. Hlupu dýrin þá strax upp á fingurgómana, snéru höfð- inu í vindinn og teygðu úr fótunum. Síðan fóru köngurlærnar að spinna svifþræði, sem golan feykti á ská upp á við, og hver köng- urlóin á fætur annari sleppti takinu á fingrunum og flugu á harða- ferð skáhallt upp í loftið. Sumar fóru dálítið öðruvísi að. Þær festu þráðinn við fingurna á mér, héldu sjálfar í lausa endann, sem vindurinn feykti til og fráy unz þráðurinn losnaði við fingur- inn og köngurlærnar flugu af stað eins og hinar. I heyinu um- hverfis mig var allt á hreyfingu. Hvarvetna klifruðu köngurlærn- ar upp á stráin, sem hæst bar á, spunnu þræði og flugu af stað. Sumar festust í gaddavírsgirðingu, sem var umhverfis engið, en þær spunnu aðeins nýja þræði og svifu af stað á ný. Þarna voru auðsjáanlega reglulegir þjóðflutningar á ferðinni. Köngurlærnar höfðu áður lifað góðu lífi í grænu grasinu og unað sér vel. En nú var grasið orðið þurrt og óhæft til búsetu. Köngurlærnar urðu því að flytja búferlum og leita nýrra landa. Ég vildi sjá, um hve stórfellda flutninga hér væri að ræða og stakk því niður hrífu þarna. Kl. 3 kom ég aftur og þá var hrífan alþakin þráðum. Það sást heldur varla í girðinguna vegna þráða og lá hún þó umhverfis margra dagslátta land. Milljónum saman hljóta því köngurlærnar að hafa lagt í æfintýraflug þennan daginn. Það hafði verið fullt af köngurlóm í heyinu kl. 11—12 um morguninn, en nú gat ég enga fundið, þrátt fyrir nákvæma leit. Loks fann ég þó nokkrar í grastopp, sem stóð eftir ósleginn, og einnig neðst í heyvisk, sem var enn þá rök. Nú vildi ég vita, hvort köngurlærnar kæmu aft- ur um nóttina, og hreinsaði þess vegna þræðina vandlega af nokkr- um hluta girðingarinnar kl. 11 um kvöldið og reisti upp nokkrar hrífur. En engar köngurlær eða þræðir sáust þarna morguninn eftir. Þegar grasið dó, fórust ýms smádýr, sem köngurlærnar lifa á. Það varð líka of þurrt fyrir þær. Það var ekki lífvænlegt þarna lengur, svo að köngurlærnar yfirgáfu land sitt og leituðu betri veiðilanda". Þannig er frásögn Danans og ber henni saman við athuganir vísindamanna og alþýðu víða um lönd. Englendingurinn John
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.