Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 mimiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii þeir Lysenko og Dolgushin hafa fengizt nokkuð við. Reynslan sýnir, að enda þótt kartaflan sé stuttdagsjurt í eðli sínu, myndar hún yfirleitt hnýði fljótar og betur við langan dag eða jafnvel stanzlaust ljós í norðlægum löndum en í hinum suðlægu heimkynn- um sínum í Suður-Ameríku. Vorunaraðferð þeirra er mjög ein- föld og auðgerð: Kartöfluhnýðin eru þrædd upp á vír eða spotta, 2,5 kg af stórum kartöflum á hvern metra, og þræðirnir síðan hengdir lóðrétt upp í gróðurhús eða hlýtt herbergi 20—30 dögum áður en þær eru settar niður úti. öll augu hvers hnýðis þurfa síðan að fá jafnmikið ljós, sólarljós á daginn og sterkt rafljós á nóttunni. Hitinn þarf að vera 15—20° C. Hnýðin ála fljótt, en hnapparnir verða stuttir, vegná Ijóssins og þurra loftsins, svo að engin hætta er á, að þeir brotni af, þegar kartöflurnar eru settar niður. Eftir þessa aðgerð hafa stórar og góðar kartöflur fengizt miklu fyr en ella. — Ekkert liggur beinna við en það, að láta sér detta í hug þá spurningu, hvort ekki sé hægt að vora kornið, áður en það hefir þornað á haustin, þ. e. a. s. þegar kjarnarnir eru á fyrstu stigum þroskaskeiðs síns, eða hvort sá hiti, er ríkir á þroskaskeiði kjarn- anna, geti ekki verkað á eiginleika þeirra í vorunarátt. Hin síðustu ár hafa sovétvísindamennirnir Kostjuceriko og Zarubailo fengizt við rannsóknir á þessum grundvelli. Fyrstu at- huganir sínar gerðu þeir árið 1935 við heimskautadeild grasa- fræðistofnunar Sovétríkjanna í Hibiny („The Polar Experimental Station of the U. S. S. R. Institute of Plant Industry, Hibiny“)- Um vorið hafði verið sáð þar útsæði af sama hausthveitistofni, bæði frá Hibiny (67° norðlægrar breiddar) og frá Kirovobad (40° norðlægrar breiddar), og bæði voruðu og óvoruðu útsæði frá báð- um stöðunum. í septembermánuði voru voruðu plönturnar frá Kirovobad á hinu svonefnda mjólkur-þroskaskeiði, og þær óvoruðu á þúfuskeiðinu, — en plönturnar frá voraða útsæðinu frá Hibiny voru á vaxþroskaskeiðinu (nær fullþroska), og óvoraða hveitið þaðan í fullum blóma. Þannig komu eiginleikar vorhveitisins að vissu leyti í Ijós hjá hausthveitinu, þegar útsæðið var frá Hibiny, en aldrei hjá útsæðinu frá Kirovobad. Þetta skýrðu vísindamenn- irnir á þann veg, að í Hibiny, þar sem hitinn á þroskaskeiði kjarn- anna er lágur, hafi náttúran sjálf vorað kjarnana áður en þeir voru fullþroska. Til að komast að fullu að því, hvort sú tilgáta hefði við rök að styðjast, gerðu þeir sumarið 1936 tilraun í Push- kin með ýmsa hausthveitistofna og notuðu þar útsæði jöfnum hönd-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.