Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Íð ........iiiii........................... 300, eða með öðrum orðum sama og engar. Þegar tekið er tillit til þess möguleika, sem er fyrir hendi, að eitthvað sé í óþroskuðu murtunni af bleikju og eitthvað í ungbleikjunni af óþroskaðri murtu, þá má fullyrða, að mestur hlutinn af óþroskuðu murtunni er það sama og þroskaða murtan, en alveg frábrugðið mestum hlutanum af ungbleikjunni. Og þar sem ungbleikjan er það sama og stórbleikjan, þá hlýtur megnið af óþroskuðu murtunni að vera annað en stórbleikjan, eða með öðrum orðwn ókynþroska murta. 7. tafla. Lengd á murtu Cve*dd 1914) og stórbleibju (veidd 1913). Aldur: Bleikja, cm.: Murta cm.: 1 árs 4.2 4.3 2 ára 8.2 8.2 3 — 12.4 12.7 4 — 17.2 16.7 5 — 22.5 19.7 6 — 27.6 7 — 33.0 8 — 37.4 9 — 39.5 2. Vaxtarhraðinn. Þegar sleppt er 1—2% af murtunni, eða hluta af þeim fiski, sem er ókynþroska (3.09%), og komið getur til mála að sé ung bleikja, þá hafa hryggjaliðatalningarnar sýnt það deginum ljósara, að murtan, þ. e. 20—29 cm „bleikjan", sem hrygnir í Þingvallavatni í sept.—okt., er öldungis frábrugðin bleikjunni í vatninu. Hún er afbrigði fyrir sig (Salmo alpinus f. murta), sem verður kynþroska þegar hún hefir náð „murtu-stærð“, og stækkar lítið sem ekkert úr því (sbr. bls. 11). Þessi árangur af rannsóknunum, sem við höfum gert tvö undanfarin ár, er svo ljós, að við þurfum í raun og veru ekki frekar vitnanna við. Þó þykir mér rétt að benda á ýmislegt annað, sem ótvírætt virðist leiða okkur að sama marki. Því miður hefir hreistrið á þeirri murtu, sem við höfum rann- sakað, ekki ennþá verið athugað, svo við getum ekki ennþá sagt neitt um vöxt hennar, né heldur bleikjunnar á fyrstu árum æfinn- ar. En það vill svo vel til, að um þetta eru til nokkurar heimildir eftir rannsóknum K. Dahls, og vil eg nú athuga þær lítið eitt hér (B. Sæm. 1917, bls. 127). Eg verð að skjóta því hér inn, að það er hægt að sjá á hreistrinu, hve mikið fiskurinn hefir vaxið á hverju 2*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.