Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiiHiitiiliiiiiiiiiuiittti allra þessara talninga var sá, að komast fyrir um, hvort munur væri á murtu og bleikju með tilliti til einhverra þeirra einkenna, sem tekin voru fyrir til athugunar. Mér var það nefnilega Ijóst, þegar áður en við tókum til starfa, að líklegar leiðir til þess að leysa þrautina, væru fimm: 1) Að halda murtu lifandi í lokuðu vatni, sem byði henni eðli- leg lífsskilyrði, eftir því sem hægt væri, en væri þó ekki stærra en svo, að vel yrði fylgst með því, hver yrðu örlög murtunnar, hvort hún stæði í stað árum saman eða yxi og yrði að bleikju. 2) Að merkja murtu, eins og dr. Bjarni Sæmundsson og Pálmi Hannesson rektor höfðu gert, og athuga hvaða breytingum það, sem endurveiddist, hefði tekið. 3) Að reyna að „breyta“ murtunni í bleikju með tilraunum, sem gengi í þá átt að gefa henni vaxtargefandi efni, t. d. Thy- reoidin. 4) Að bera nákvæmlega saman eftir hreistrinu vöxt á murtu og bleikju, líkt og próf. Dahl hafði gert, eða 5) Að telja hryggjarliði o. s. frv. til þess að komast fyrir um það, hvort murta og bleikja væru svo frábrugðnar hvor annari, að eigi gæti verið um annað en tvö afbrigði að ræða. Þessa leið valdi ég, af því mér þótti hún öruggust og fljótvirkust. Datt mér þá fyrst og fremst í hug síldin við strendur vorar, sem er aðgreind í tvo stofna, sjálfstæða að því er virðist, sumargotssíld og vor- gotssíld. Sé því sleppt að vorgotssíldin hrygnir á vorin, en sumar- gotssíldin á sumrin, getur ekkert mannlegt auga þekkt sumar- gotssíld frá vorgotssíld. En með því að telja hryggjarliði í báð- um hefir þetta tekizt. Fjöldi hryggjarliðanna í vorgotssíldinni er nefnilega Vio—3/io úr hryggjarlið fleiri heldur en í sumargots- síldinni. Hinn innri munur sumargots- og vorgotssíldar, sá, sem skapar muninn á hryggjarliðatölunni og fleiri talrænum einkenn- um, er munurinn í lifnaðarháttum, það að hvor um sig hefir sinn hrygningartíma. Samskonar munur er á murtu annars vegar og bleikju hins vegar. Að vísu hrygna báðar að nokkru leyti á sama tíma, en munurinn, er í öðru fólginn, nefnilega í stærðinni, þegar kynþroskastiginu er náð. Kæmi það nú í ljós við hryggjarliðataln- ingu o. s. frv., að samfara þessum mismun í lifnaðarháttum væri einnig munur á hryggjarliðafjölda eða öðrum talrænum einkenn- um, sem annars staðar hafa reynzt vel til þess að aðgreina með afbrigði fiskanna, þá var gátan ráðin. Þess vegna valdi ég þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.