Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 48
42 NATTÚRUFRÆÐINGURINN
'lllllllllllllll.allHIIII11111111111111111111111111111111IIIllllllIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIHlllllllllllllt||lllllll
Blackwall lýsti þessu fyrirbrigði réttilega 1827. Áður hugðu flest-
ir þræðina vera vatnsflugu frá gróðrinum. Danir nefna þetta
„fljúgandi sumar“, Þjóðverjar „maríuþræði“ eða „kerlingarþræði“
o. s. frv. Svifflug köngurlónna og fleiri liðdýra hefir mikla þýð-
ingu fyrir útbreiðslu þessara dýra. Árið 1931 var Ameríkumaður-
inn B. R. Cood á liðdýraveiðum hátt í lofti í flugvél. Hann fann
mergð ýmissa liðdýra, t. d. skordýra og köngurlóa, svífandi þarna
uppi. Uppstreymandi loft lyftir dýrunum hátt í loft upp og geta
þau svo borizt óraleiðir með vindinum, jafnvel inn á jökla og
auðnir. Eins og flestum mun kunnugt, hafa margir sent réttar
og furðu nákvæmar athuganir á vetrarkvíðanum til útvarpsins.
Væri gaman að vita, hvort nokkrir hafa einnig séð köngurlóa-'
flugið sjálft hér á landi.
Ingólfur Davíðsson.
Óvenjulegur varptími.
Dag nokkurn síðla ágústmánaðar 1938 var ég við heyvinnu, í
þurrlendri mýri, skammt frá bæ einum í Árnessýslu. Veit ég þá
eigi fyr til en mýrisnípa þýtur upp af þúfu, rétt við tærnar á mér,
og flögrar spölkorn í burtu. Mér varð ósjálfrátt litið á þúfuna,
sem hún flaug af, og sé þá, mér til mikillar undrunar, að á henni
er mýrisnípuhreiður með fjórum eggjum í. Hafði ég sízt' búizt við
slíku, þar eð svo mjög var áliðið sumars, og ég hugði allan varp-
tíma fyrir löngu liðinn.
Næstu daga á eftir kom ég iðulega að hreiðrinu og alltaf var
mýrisnípan á eggjunum. En því miður gat ég ekki komið því við
að vitja hreiðursins á tímabili, og liðu þannig nokkrir dagar án
þess ég vissi hvað því leið. Þegar ég svo loks gat vitjað þess á ný,
voru eggin horfin og ekkert þar að sjá utan fáein brot af eggja-
skurnunum. Annaðhvort hafði hrafninn, eða einhver vágestur ann-
ar, gætt sér á eggjunum, eða. ungarnir verið komnir úr þeim og
allir farnir úr hreiðrinu.
Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess í fuglabók sinni (bls. 346),
að erlendis verpi hrossagaukurinn (mýrisnípan) sumstaðar tvisvar
á sumri, og er eigi með öllu óhugsandi, að svo kunni einnig að
vera hér á landi í einstaka tilfellum. Má því telja líklegt, að hér
hafi verið um eftirvarp að ræða. Eyþór Erlendsson
, frá Helgastöðum.