Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 48
42 NATTÚRUFRÆÐINGURINN 'lllllllllllllll.allHIIII11111111111111111111111111111111IIIllllllIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIHlllllllllllllt||lllllll Blackwall lýsti þessu fyrirbrigði réttilega 1827. Áður hugðu flest- ir þræðina vera vatnsflugu frá gróðrinum. Danir nefna þetta „fljúgandi sumar“, Þjóðverjar „maríuþræði“ eða „kerlingarþræði“ o. s. frv. Svifflug köngurlónna og fleiri liðdýra hefir mikla þýð- ingu fyrir útbreiðslu þessara dýra. Árið 1931 var Ameríkumaður- inn B. R. Cood á liðdýraveiðum hátt í lofti í flugvél. Hann fann mergð ýmissa liðdýra, t. d. skordýra og köngurlóa, svífandi þarna uppi. Uppstreymandi loft lyftir dýrunum hátt í loft upp og geta þau svo borizt óraleiðir með vindinum, jafnvel inn á jökla og auðnir. Eins og flestum mun kunnugt, hafa margir sent réttar og furðu nákvæmar athuganir á vetrarkvíðanum til útvarpsins. Væri gaman að vita, hvort nokkrir hafa einnig séð köngurlóa-' flugið sjálft hér á landi. Ingólfur Davíðsson. Óvenjulegur varptími. Dag nokkurn síðla ágústmánaðar 1938 var ég við heyvinnu, í þurrlendri mýri, skammt frá bæ einum í Árnessýslu. Veit ég þá eigi fyr til en mýrisnípa þýtur upp af þúfu, rétt við tærnar á mér, og flögrar spölkorn í burtu. Mér varð ósjálfrátt litið á þúfuna, sem hún flaug af, og sé þá, mér til mikillar undrunar, að á henni er mýrisnípuhreiður með fjórum eggjum í. Hafði ég sízt' búizt við slíku, þar eð svo mjög var áliðið sumars, og ég hugði allan varp- tíma fyrir löngu liðinn. Næstu daga á eftir kom ég iðulega að hreiðrinu og alltaf var mýrisnípan á eggjunum. En því miður gat ég ekki komið því við að vitja hreiðursins á tímabili, og liðu þannig nokkrir dagar án þess ég vissi hvað því leið. Þegar ég svo loks gat vitjað þess á ný, voru eggin horfin og ekkert þar að sjá utan fáein brot af eggja- skurnunum. Annaðhvort hafði hrafninn, eða einhver vágestur ann- ar, gætt sér á eggjunum, eða. ungarnir verið komnir úr þeim og allir farnir úr hreiðrinu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess í fuglabók sinni (bls. 346), að erlendis verpi hrossagaukurinn (mýrisnípan) sumstaðar tvisvar á sumri, og er eigi með öllu óhugsandi, að svo kunni einnig að vera hér á landi í einstaka tilfellum. Má því telja líklegt, að hér hafi verið um eftirvarp að ræða. Eyþór Erlendsson , frá Helgastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.