Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 llllllllllllllllllllllll■■l■lMl■llllmmllllllllllll•llllllmllllll■ll■lllllll■lllilllllll■lllllllllllllllllllllllllllll■■l■■llllllllllllllllmllllllllllll hveiti, rúgi, hör, hampi, allskyns grösum, smára, baunum, rótar- ávöxtum, sojabaunum, kartöflum og ótal öðrum tegundum nytja- jurta. Og strax árið 1929, áður en Vesturlöndin vissu neitt um þessar stórmerku tilraunir Lysenkos og félaga hans í Odessa, var hveiti sáð í stórum stíl eftir forskrift vorunarvísindanna. Árið 1933 var svo sáð á 200.000 ha. voruðu útsæði, og nú í fyrra á hátt á aðra milljón hektara land, svo að ekki er hægt að segja annað en að uppgötvanir vísindanna séu nýttar fljótt og rækilega aust- ur þar! Hin síðustu ár hafa f jölmargir vísindamenn og búfræðingar víða um beim gert tilraunir á svipuðum eða sama grundvelli og Lysen- ko. Árangrarnir hafa verið misjafnir, allt eftir því, hvort farið hefir verið nákvæmlega eftir forskriftum Rússanna eður ei. Fjöldi vesturlenzkra vísindamanna eru nefnilega andstæðingar kommún- ismans, og hafa þess vegna óbifanlega ótrú á öllu, er þaðan kemur, jafnvel þótt þeir viðurkenni í aðra röndina, að þaðan hafi flest merkustu verk og nýungar i erfðafræði og grasafræði komið hina síðustu áratugi. Þess vegna hafa þeir brugðið örlítið út frá for- skriftinni og farið eigin götur, með þeim árangri, að tilraunirnar hafa mistekizt. En alls staðar þar, sem farið hefir verið nákvæm- lega eftir forskriftum Lysenkos og félaga hans, hafa tilraunirnar tekizt með afbrigðum vel. Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum mun hafa reynt eitthvað með vorun síðastliðið sumar, en árang- urinn er mér ókunnugt um. En þrátt fyrir allt og allt er vorunin ekki komin af tilrauna- stiginu í Rússlandi enn þá, hvað þá heldur i öðrum löndum, svo að varla er unnt fyrir smáríki að hagnýta hana í stórum stíl í land- búnaði, þar ,eð allar aðgerðirnar eru fremur umfangsmiklar og dýrar. Þó er allt útlit fyrir, að ekki líði á löngu, unz unnt er að segja með fullri vissu, hvort vorun geti borið sig á þessum eða hinum staðnum, ef dæma má eftir bjartsýni Sovét-vísindamann- anna. Og takist þeim að gera aðferðirnar svo ódýrar og umfangs- litlar, að vorun geti borið sig í stórum stíl, ríður á því fyrir okk- ar litla og norðlæga land að vera á verði til að geta hagnýtt sem fyrst reynslu stórþjóðanna við ræktun hveitis og annars korns til allra þarfa þjóðarinnar, án of mikils kostnaðar við kynbætur teg- undanna. Því að með aðgerðum í stíl með vorun, sem ekki eru dýrar úr hófi fram, ætti að vera unnt að láta flestar nytjajurtir nágrannaþjóðanna þrífast með afbrigðum vel í hinni ágætu en lítt nýttu íslenzku mold. Lundi í marz 1939. Áskell Löve.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.