Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 llllllllllllllllllllllll■■l■lMl■llllmmllllllllllll•llllllmllllll■ll■lllllll■lllilllllll■lllllllllllllllllllllllllllll■■l■■llllllllllllllllmllllllllllll hveiti, rúgi, hör, hampi, allskyns grösum, smára, baunum, rótar- ávöxtum, sojabaunum, kartöflum og ótal öðrum tegundum nytja- jurta. Og strax árið 1929, áður en Vesturlöndin vissu neitt um þessar stórmerku tilraunir Lysenkos og félaga hans í Odessa, var hveiti sáð í stórum stíl eftir forskrift vorunarvísindanna. Árið 1933 var svo sáð á 200.000 ha. voruðu útsæði, og nú í fyrra á hátt á aðra milljón hektara land, svo að ekki er hægt að segja annað en að uppgötvanir vísindanna séu nýttar fljótt og rækilega aust- ur þar! Hin síðustu ár hafa f jölmargir vísindamenn og búfræðingar víða um beim gert tilraunir á svipuðum eða sama grundvelli og Lysen- ko. Árangrarnir hafa verið misjafnir, allt eftir því, hvort farið hefir verið nákvæmlega eftir forskriftum Rússanna eður ei. Fjöldi vesturlenzkra vísindamanna eru nefnilega andstæðingar kommún- ismans, og hafa þess vegna óbifanlega ótrú á öllu, er þaðan kemur, jafnvel þótt þeir viðurkenni í aðra röndina, að þaðan hafi flest merkustu verk og nýungar i erfðafræði og grasafræði komið hina síðustu áratugi. Þess vegna hafa þeir brugðið örlítið út frá for- skriftinni og farið eigin götur, með þeim árangri, að tilraunirnar hafa mistekizt. En alls staðar þar, sem farið hefir verið nákvæm- lega eftir forskriftum Lysenkos og félaga hans, hafa tilraunirnar tekizt með afbrigðum vel. Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum mun hafa reynt eitthvað með vorun síðastliðið sumar, en árang- urinn er mér ókunnugt um. En þrátt fyrir allt og allt er vorunin ekki komin af tilrauna- stiginu í Rússlandi enn þá, hvað þá heldur i öðrum löndum, svo að varla er unnt fyrir smáríki að hagnýta hana í stórum stíl í land- búnaði, þar ,eð allar aðgerðirnar eru fremur umfangsmiklar og dýrar. Þó er allt útlit fyrir, að ekki líði á löngu, unz unnt er að segja með fullri vissu, hvort vorun geti borið sig á þessum eða hinum staðnum, ef dæma má eftir bjartsýni Sovét-vísindamann- anna. Og takist þeim að gera aðferðirnar svo ódýrar og umfangs- litlar, að vorun geti borið sig í stórum stíl, ríður á því fyrir okk- ar litla og norðlæga land að vera á verði til að geta hagnýtt sem fyrst reynslu stórþjóðanna við ræktun hveitis og annars korns til allra þarfa þjóðarinnar, án of mikils kostnaðar við kynbætur teg- undanna. Því að með aðgerðum í stíl með vorun, sem ekki eru dýrar úr hófi fram, ætti að vera unnt að láta flestar nytjajurtir nágrannaþjóðanna þrífast með afbrigðum vel í hinni ágætu en lítt nýttu íslenzku mold. Lundi í marz 1939. Áskell Löve.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.