Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
31
,/ÖN N. JÖNASSON:
GRÓÐURí HEGRANESl
Hegranes 'er, eins cg kunnugt er, innan við botn Skagafjarðar
fyrir miðjum fjarðarbotninum. Nes eitt, klettótt, gengur þar fram
í fjarðarbotninn miðjan, og skerast vogar inn úr firðinum bæði
austan og vestan við ríes þetta. Fyrir sunnan sveitina, sem heitir
Hegranes, klofna Héraðsvötn í tvær stórar kvíslar, sem falla til
sjávar, önnur austan við en hin vestan við Hegranesið. Eru
kvíslar þessar báðar mjög breiðar og áhöld um vatnsmagn þeirra.
Hegranesið er því í raun réttri eyja, sem er umgirt vötnum á
þrjá vegu, en sj,ó að norðan. Gróður í Hegranesi ber þessa einnig
merki að nokkru, því hann er að sumu leyti frábrugðinn gróðri
í næstu sveitum við Hegranesið. T. d. er hvorki til í Hegranesi
sortulyng ÍArctostaphylus uva ursi) eða limur (sauðamergur,
Loiseleuria procumbens (L.) Desv.). Gnótt er þó af báðum þess-
um plöntum \ Viðvíkursveit, sem er næsta sveit við Hegranes
að austan, og virðast góð skilyrði fyrir þær að þrífast víða í
Hegranesi. Fleiri slík dæmi mætti nefna, þótt eigi geri ég það
hér. Aftur á móti hefi ég fundið ýmsar plöntur í Hegranesi, sem
vart munu til í næstu sveitum, og má þar nefna rauðkoll (Knautia
arvensis), sem er mjög sjaldgæf planta og er í Flóru íslands talin
aðeins-fundin á 2 stöðum, en hún vex þarna villt og er allmikið
af henni í valllendislaut einni inni í miðju Hegranesi og er það
nýr fundarstaður þessarar plöntu. Þá má nefna eini (Juniperus
communis L.), sem ég veit ekki af nær en í Hrolleifsdal í Sléttu-
hlíð. Enn fremur hefi ég fundið þar tvær útlendar plöntur villtar,
sem vafalaust hafa borizt þangað með fuglum. Eru það: Planta,
sem ég nefni vafsúru (Polygonum Convolvulus L.) og er ég ekki
viss um að hún vaxi árlega þar. Hin plantan er noregsmura
(Potentilla Norwegica), sem hefir vaxið þar í mörg ár og hefi
ég fært hana þar í skrúðgarð og virðist hún kunna þar vel við
sig Eg hefi rannsakað gróður í Hegranesi undanfarin fimm sum-
ur. mér til gamans, þegar ég hefi dvalið þar í átthögum mínum í
sumarleyfinu. Væri æskilegt að sem flestir vildu semja sérflóru
átthaga sinna, það gæti leitt í ljós ýmsa þekkingu á gróðurríki