Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15
NÁTTÚRUFRÆÐINGUmNN
TÍU ÁRA GAIVIALL
Með þessu hefti hefst ellefti árgangui' Náttúrufræðingsins og
er þar með tíu árgögnum lokið. Þessir tíu árgangar eru hinir
eigulegustu og kærkomnir öllum þeim, sem unha náttúrunni eða
náttúruvísindunum. Fyrir bókamenn er Náttúrufræðingurinn
einnig mikils virði, og hann hefir jafnan haft eitthvað öllum
að færa, jafnt börnum, sem byrjuð eru að lesa, og hugsandi,
fullorðnu fólki. Þessir tíu árgangar, sem komnir eru á prent,
eru röskar 1900 blaðsíður með ca 480 greinum og um 420 mynd-
um. Allur þorri greinanna er ritaður við alþýðu hæfi og á hver
maður að geta tileinkað sér efni þeirra undirbúningslaust, hvort
sem hann er skólagenginn eða ekki. Þessar 480 greinar og rit-
gjörðir eru skrifaðar af nærri 100 höfundum, og eru þær allar
um náttúrufræði. Sumar þeirra eru allmiklar ritgjörðir, en aðrar
eru styttri.
Náttúrufræðingurinn hefir í þau tíu ár, sem liðin eru síðan
hann hóf göngu, gert sér far um að gegna tveimur skyldum. I
fyrsta lagi hefir hann leitazt við að fræða alþýðu manna um
náttúrufræði, nýtt og gamalt, til gagns eða gamans, og vona ég
að segja megi, að sú fræðsla sé nú þegar orðin allyfirgripsmikil.
Þá er efni það, sem ritið hefir tekið til meðferðar, æði víðfemt.
Þar er ef til vill mest um dýrafræði, en einnig mikið um jarð-
fræði, jurtafræði, landafræði, mannfræði og margt fleira, sem
óþarft er að telja. í öðru lagi hefir Náttúrufræðingurinn orðið
vettvangur fyrir ýmsar ritgjörðir íslenzkra vísindamanna, enda
þótt þær ættu ekki beint erindi til alls þorra almennings. Flestar
þessar rigjörðir eru mjög mikils virði sem uppistaða í, eða heim-
ildir til vísindalegra ritgjörða, sem síðar kunna að koma. í þenn-
an flokk koma t .d. flórulistarnir. Álít ég vel' farið að Náttúru-
fræðingurinn hefir haft bolmagn til þess að veita þeim mót-
töku, þar sem ella myndi oft hafa reynzt erfitt að koma þeim
fyrir almenningssjónir jafnfljótt og Náttúrufræðingurinn gaf
skilyrði til.
Náttúrufræðingurinn þakkar öllum vinum sínum fyrir samúð
og traust á meðan hann átti erfiðast uppdráttar, á bernskuár-
unum, og vonar að samúðin mégi haldast og vinunum fjölga á
næstu tíu árum. Á. F.