Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 vaxa einnig tjarnabrúsi og mógrafabrúsi. í mógröfum á Bakkarblá, skammt frá kirkjugarðinum, vaxa sniánykra og blöðrujurt í þéttum flækjum, Sefbrúða, flagasóley, lónasóley og skriðdepla eru algengar í grunnum pcllum. í tjörn við Sesseljuhamra sá ég knollsef (Juncus supinus). Gróðurinn nær víða hátt upp eftir hlíðunum. Svo taka við urðir og melar með jurtum á strjálingi milli steinanna. Á Bakkafjalli rétt við Dyrfjöll eru melaöldur með alldjúpum kvosum á milli. Eru víða dý við rætur melhryggjanna og sums staðar voru skaflar í dýpstu lægðunum (28. júlí). Þarna uppi í 700—800 m. liæð uxu jökla- sóley, dvergsóley, smjörlauf, Ólafssúra, lækjasteinbrjótur, laukasteinbrjótur, þúfusteinbrjótur, mosasteinbrjótur, stjörnu- steinbrjótur, vetrarblóm, músareyra, lækjafræhyrna. fjallanóra, skammkrækill, lambagras, fjallakobbi, hrafnaklukka, fjalla- skriðnablóm, fjallasmári, fjalladepla, grámulla, stinnastör, sauð- vingull, fjallasveifgras, fjallapuntur og snænarvagras. (Cata- brosa algida) eða alls 26 tegundir blómjurta. Sæbratt er víðast við Borgarfjörð. Djúpar gjár eru sums staðar í sjávarklettana, t. d. rétt við þorpið í Bakkagerði. Skarfakál vex þar í gjánum, sömuleiðis við lendinguna í Höfn og í Hafnarklettum. Lægst er ströndin fyrir botni fjarðarins. Eru þar dálitlir ægisandar (Hofs- strönd). Þar vaxa vinglar, blálilja og melur á strjálingi. Fjöru- arfi og hrímblaðka eru algeng í, fjörunum. Við Bakkagerði er allbreitt-láglendi. Liggj,a mýraflákar, sem óðum er verið að breyta í tún, alveg heim að þorpinu. Þegar dregur út með firðinum, mjókkar undirlendið snögglega, og taka þá við Njarðvíkurskriður milli Borgarfjarðar og Njarðvíkur. Víkin er lítil og liggur fyrir opnu hafi. Sandar eru fyrir botni víkurinnar, en síðan taka við háar hamrastrendur á báðar hendur. Inn af víkinni gengur dalur með talsverðu undirlendi. Er mjög viðkunnaniegt og sumarfag- urt í Njarðvík. Gróður og snjósæld er miklu meiri í vesturhlíð- um Njarðvíkur en í austurfjöllunum, sem eru grýtt og blásin eins og fjöllin austan Borgarfjarðar. í dalnum eru grösugar engjar. Undir fjallinu, vestan megin víkurinnar, eru töluverðir snarrótarmóar. Innan um snarrótarpuntinn vaxa einkum hálín- gresi, títulíngresi, reyrgresi, hrossanál og gulmaðra. í vestur- hlíðum dalsins er snjódælda- eða geiragróður mjög einkennandi. Þar eru stórar aðlabláberjalyngbrekkur og birkibrekkur. Birki- kjarrið er langt og beygt af snjóþyngslum, en ilmandi og snoturt eigi að síður. í því er alls staðar mikið af aðalbláberjalyngi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.