Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 96
90
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Ef ég gæti eitthvað fleira upplýst yður um fiðrildi þetta, t. d.
nánari lýsing á fundarstað þess, en áður er getið, veðurlýsingu
þann dag er það fannst o. s. frv., væri ég fús til þess bréflega,
ef óskað væri.
Sjávarborg', Akranesi, 27 .sept. 1940.
Gullfiðrildið er ekki flækingur hér, heldur innlend tegund, þótt
það hafi fyrst hlotið að berast hingað með mönnum. Það fannst
hér fyrst, svo kunnugt sé, við Geysi, 1857 (Staudinger) og hefur
nokkrum sinnum fundizt síðan, en einungis á S,- og SV.-landi.*)
Heimkynni þess er um alla Evrópu, Austur-Síbiríu, Vestur- og
Mið-Asíu, Norður-Afríku, Madeira, Kanaríueyjar og Azoreyjar.
Á. F.
EINKENNILEGUR HESTUR
Helgi bóndi Helgason í Vogi á Mýrum, sem síðastur bjó þar,
með því nafni, átti um nokkurt skeið æfinnar hest, sem Herp-
ingur var kallaður. Hestur þessi var móbrúnn á lit, með ,,úlf-
alda“ sköpulagi. Hann var hábeinóttari en aðrir hestar og hafði
kryppu upp úr baki, framar en miðju, en tiltölulega minni en á
úlfalda. Eftir hæð var hann miklu hryggstyttri en algengir
hestar. Hálsinn var miklu styttri en á úlfalda, en þó var hvilft
nokkuð djúp framan við kryppuna. Hestur þessi var vel viljugur
og var aðalgangur hans gunnvakurt skeið og á því var hann
fljótari en á stökki. Annan gang er ekki kunnugt um að hann
hafi haft. Þegar hesti þessum var riðið, bar hann höfuðið hátt, en
sökum þess hvað hálsinn var stuttur, var hægðarleikur fyrir
þann, sem á honum sat, að stjórna honum, með því að halda í
eyru hans, ef með hefði þurft. Vanalegur hnakkur var notaður,
) Sjá þó Náttúrufr., IX. árg. 1939, bls. 188.