Náttúrufræðingurinn - 1941, Blaðsíða 86
80
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
verðu reiki, þegar fræðimennirnir komu til skjalanna. Rannsókn-
ir og mælingar landsins þarfnast fastra örnefna og hefir því gömlu
örnefnunum, sem orðin voru á reiki, verið slengt niður eftir
ágizkun, eða að minnsta kosti án ýtarlegrar rannsóknar. Þetta
er í raun og veru ekki verra en viðgengizt hefir fram á þennan
dag. Erlendir og innlendir fræðimenn. og ferðalangar fara fram
og aftur um óbyggðir landsins og ausa örnefnum, af miklu ör-
læti, á báðar hendur. Sum þessi örnefni eru jafnvel útlend eða
þá mjög vanhugsuð og ósmekkleg. Önnur lenda á stöðum, sem
áður höfðu prýðileg nöfn, og getur það kostað töluverða fyrir-
höfn að losna aftur við þessi uppnefni.
Stundum getur þó örnefnafátæktin verið svc mikil, að venju-
legar ferðalýsingar séu lítt mögulegar án þess að búa til nöfn,
en þeir, sem það gera, verða að byggja örnefni sín á svo góðri
heimildarannsókn, að öruggt sé, að nöfn þeirra komi ekki í bága
við miklu eldri og betri nöfn.
Af framanrituðu má draga þá ályktun og telja fullvíst, að
Dyngjufjöll hafi heitið Trölladyngjur og mun enginn, sem þar
er kunnugur, vilja neita því, að þau hafi gosið oft síðan land
byggðist. Það var Thoroddsen líka fullkomlega ljóst og má því
furðulegt kalla, að hann, sem var kunnari gömlum heimildum
en flestir aðrir, skyldi ekki koma auga á örnafnaflutning þann,
sem þarna hefir átt sér stað.*) Líklega hafa Herðubreiðarfjöll líka
verið kölluð dyngjur, því svo virðist, sem það hafi verið mál-
venja að nefna þyrpingar af óreglulegum móbergsfjöllum dyngj-
ur eða fjalldyngjur. Nú hefir þetta heiti algerlega skipt um
merkingu, svo það er notað um regluleg einstök bungumynduð
eldfjöll, sem sanieiginlegt, fræðilegt nafn, ekki aðeins í íslenzk-
um fræðum, heldur líka í sumum erlendum jarðfræðiritum. Ég
vil nú reyna að sýna fram á, hvernig þetta hefir orðið.
Syðst í Herðubreiðarfjöllum og eiginlega áföst þeim er mikil
og fögur hraunbunga af þessari gerð, sem heitir Kollótta-Dyngja.
Sennilega er nafn þetta þannig tilkomið, að bungan hefir verið
nefnd kollótta dyngjan, til aðgreiningar frá öðrum tindum fjall-
anna, sem allir eru óreglulegir móbergstindar, en líka vorú
nefndir dyngjur. Smám saman verður svo lýsingarorðið að nafn-
orði. Samskonar þróun örnefna hefir víða átt sér stað, má til
*) Nafnaflutningur þessi er ennþá víðtækari en hér hefir verið rakið.
í jöklaritgerð Sveins Pálssonar eru t. d. Kverkfjöll nefnd Dyngjufjöll,
og Kreppa nefnd Dyngjufjallaá.